Quinta Penha de Franca
Vefsíða hótels

Quinta Penha de França er sjarmerandi og hefðbundið hótel í hjarta Funchal, staðsett við sjávarsíðuna og í göngufæri frá miðbænum. Hótelið samanstendur af tveimur hlutum: Quinta Penha de França, sem er í fallegum suðrænum garði og í klassískum stíl, og Penha França Mar, sem er nútímalegri og liggur beint við sjóinn. Byggingarnar tengjast með göngubrú og lyftu, og gestir geta nýtt sér allar aðstöðu á báðum stöðum – þar með talið sundlaugar og veitingastaði.
Þó hótelið sé aðeins komið til ára sinna, fær það jákvæðar umsagnir fyrir hlýlegt andrúmsloft, góða þjónustu, snyrtimennsku og einstaka staðsetningu. Á hótelinu eru tvær útisundlaugar með saltvatni, þar af ein sem er hituð yfir vetrartímann. Auk þess er beinn aðgangur að sjónum í gegnum Penha França Mar.
Herbergin eru einföld en útbúin loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar og te- og kaffiaðstöðu. Teppa geta verið á gólfum. Baðherbergi eru með hárþurrku.
Quinta Penha de França hentar sérstaklega vel þeim sem vilja rólega og afslappaða dvöl í fallegu umhverfi, þar sem staðsetning, stemming og sjarminn skipta meira máli en lúxus og hraði.
Aðstaða
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Sundlaug
Vistarverur
- Þráðlaust net
- Te- eða kaffiaðstaða
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður