Skíðaferðir frá Munchen - Til Austurríkis eða Ítalíu
Austurríki og Ítalía
Myndagallerí
Munchen
Er frábær kostur fyrir þá sem vilja skjótan aðgang að frábærum skíðasvæðum bæði í Austurríki og á Ítalíu.
Beint flug er með Icelandair til og frá Munchen en þaðan þurfa farþegar að koma sér sjálfir til áfangastaðar (Austurríki eða Ítalía). Flugvöllurinn er vel staðsettur og býður upp á greiðar samgöngur en bæði er einfalt að ferðast með rútu eða bílaleigubíl.
• Austurríki
Frá Munchen er aðeins 3 – 3,5 klst. akstur til skíðasvæða eins og Zell am See, Saalbach Hinterglemm, Lungau (fer eftir umferð). Nánar um skíðasvæðin:
Zell am See; Yndislegur bær með skíðasbrekkurnar allt um kring. Bærinn sjálfur er mjög skemmtilegur og iðar af mannlífi, þar má finna veitingastaði, Aprez-skí bari, verslanir og fleira. Fyrir gönguskíðafólk eru 200 kílómetrar af gönguskíðabrautum. Hægt er kaupa skíðapassa „ski alpen card“ sem gefur aðgang að meira en 400 km. af brekkum og um 120 skíðalyftum. Rétt hjá má svo finna skíðabæinn Kaprun en þar er jökullinn Kitzsteinhorn og er þar hæsti tindur 3200 metra hár. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu. Kaprun skíðasvæðið er einnig innifalið í skíðapassanum "ski alpen card".
Saalbach-Hinterglemm; Það er óhætt að segja að tilhugsunin um 270 kílómetra af skíðabrautum og 70 lyftur af öllum gerðum fái hjartað til að slá hraðar. Það gerist vart betra í austurrísku Ölpunum en á Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn skíðasvæðinu. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Saalbach Hinterglemm er rétti staðurinn. Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir. Barirnir er óteljandi þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.
Lungau; Á svæðinu eru yfir 300 km af troðnum skíðabrekkum og er aðstaða og stemning góð fyrir alla aldurshópa. Svæðinu er skipt upp í fimm mismunandi skíðasvæði, St. Michael (Sonnenbahn), St. Margarethen (Aineck), Katshberg, Mauterndorf (Grosseckbahn), Fanningberg og Obertauern. Fjögur þessara svæða eru í sama dalnum. Hægt er skíða á milli St. Michael og Mauterndorf á svo á milli St. Margarethen og Katshberg. Fanningberg stendur eitt og sér en til Obertauern eru um 30 mínútna keyrsla frá bænum St. Michael þar sem gististaðir Icelandair VITA eru. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 58 lyftur og 300 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila sex kílómetra. Lyftur eru opnar flestar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga. Svo eru líka margar sértroðnar brautir fyrir gönguskíðafólk á öllum þessum svæðum og allt um kring. Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Á skíðasvæðum í Austurríki er ekki í boði fararstjóri en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á.
• Ítalía
Frá Munchen flugvelli til Selva á Ítalíu er um 3,5 klst akstur (fer eftir umferð) en Selva er hluti af hinum víðfeðma Dolomiti Superski svæði sem hefur yfir 1.200 km af samfelldum skíðabrautum. Þarna er einstök náttúrufegurð , fyrsta flokks skíðasvæði og góð blanda af ítalskri og austurrískri gestrisni og suður-þýskri nákvæmni.
Selva; Flestir íbúar Selva eru jafnvígir á ítölsku og þýsku. Útsýnið og aðstaðan í Selva er óviðjafnanleg. Töfrandi umhverfið er víst til að láta engan ósnortinn og hafa gestir og gangandi óteljandi möguleika til hverskyns iðkunar skíðaíþrótta. Þorpið sjálft liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og telur skíðasvæðið í heild sinni um 175 kílómetra af skíðabrautum. Hvorki fleiri né færri en 81 skíðalyfta sér um að flytja fólk á milli fjölbreyttra og ólíkra skíðabrauta og ættu því allir að geta fundið brekkur sem henta sinni getu. Að auki er boðið upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.
Nánari upplýsingar um Selva.
Madonna; Frá Munchen flugvelli til Madonna á Ítalíu er um 4-4,5 klst akstur (fer eftir umferð). Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna. Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í miðbænum mynda hótelin umgjörð um tvö torg, en það er skemmtilegt göngusvæði, með fjölda veitingastaða og verslana. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 59 talsins.
Nánari upplýsingar um Madonna.
Bæði í Selva og Madonna er staðsettur fararstjóri frá 10.janúar – 28. febrúar 2026 .
• Ath bæði til og frá Ítalíu og Austurríki er ekki í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka. Ferðamannaskattur er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför.
Skíðaferðir frá Munchen - Til Austurríkis eða Ítalíu
Munchen
Er frábær kostur fyrir þá sem vilja skjótan aðgang að frábærum skíðasvæðum bæði í Austurríki og á Ítalíu.
Beint flug er með Icelandair til og frá Munchen en þaðan þurfa farþegar að koma sér sjálfir til áfangastaðar (Austurríki eða Ítalía). Flugvöllurinn er vel staðsettur og býður upp á greiðar samgöngur en bæði er einfalt að ferðast með rútu eða bílaleigubíl.
• Austurríki
Frá Munchen er aðeins 3 – 3,5 klst. akstur til skíðasvæða eins og Zell am See, Saalbach Hinterglemm, Lungau (fer eftir umferð). Nánar um skíðasvæðin:
Zell am See; Yndislegur bær með skíðasbrekkurnar allt um kring. Bærinn sjálfur er mjög skemmtilegur og iðar af mannlífi, þar má finna veitingastaði, Aprez-skí bari, verslanir og fleira. Fyrir gönguskíðafólk eru 200 kílómetrar af gönguskíðabrautum. Hægt er kaupa skíðapassa „ski alpen card“ sem gefur aðgang að meira en 400 km. af brekkum og um 120 skíðalyftum. Rétt hjá má svo finna skíðabæinn Kaprun en þar er jökullinn Kitzsteinhorn og er þar hæsti tindur 3200 metra hár. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu. Kaprun skíðasvæðið er einnig innifalið í skíðapassanum "ski alpen card".
Saalbach-Hinterglemm; Það er óhætt að segja að tilhugsunin um 270 kílómetra af skíðabrautum og 70 lyftur af öllum gerðum fái hjartað til að slá hraðar. Það gerist vart betra í austurrísku Ölpunum en á Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn skíðasvæðinu. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Saalbach Hinterglemm er rétti staðurinn. Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir. Barirnir er óteljandi þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.
Lungau; Á svæðinu eru yfir 300 km af troðnum skíðabrekkum og er aðstaða og stemning góð fyrir alla aldurshópa. Svæðinu er skipt upp í fimm mismunandi skíðasvæði, St. Michael (Sonnenbahn), St. Margarethen (Aineck), Katshberg, Mauterndorf (Grosseckbahn), Fanningberg og Obertauern. Fjögur þessara svæða eru í sama dalnum. Hægt er skíða á milli St. Michael og Mauterndorf á svo á milli St. Margarethen og Katshberg. Fanningberg stendur eitt og sér en til Obertauern eru um 30 mínútna keyrsla frá bænum St. Michael þar sem gististaðir Icelandair VITA eru. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 58 lyftur og 300 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila sex kílómetra. Lyftur eru opnar flestar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga. Svo eru líka margar sértroðnar brautir fyrir gönguskíðafólk á öllum þessum svæðum og allt um kring. Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Á skíðasvæðum í Austurríki er ekki í boði fararstjóri en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á.
• Ítalía
Frá Munchen flugvelli til Selva á Ítalíu er um 3,5 klst akstur (fer eftir umferð) en Selva er hluti af hinum víðfeðma Dolomiti Superski svæði sem hefur yfir 1.200 km af samfelldum skíðabrautum. Þarna er einstök náttúrufegurð , fyrsta flokks skíðasvæði og góð blanda af ítalskri og austurrískri gestrisni og suður-þýskri nákvæmni.
Selva; Flestir íbúar Selva eru jafnvígir á ítölsku og þýsku. Útsýnið og aðstaðan í Selva er óviðjafnanleg. Töfrandi umhverfið er víst til að láta engan ósnortinn og hafa gestir og gangandi óteljandi möguleika til hverskyns iðkunar skíðaíþrótta. Þorpið sjálft liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og telur skíðasvæðið í heild sinni um 175 kílómetra af skíðabrautum. Hvorki fleiri né færri en 81 skíðalyfta sér um að flytja fólk á milli fjölbreyttra og ólíkra skíðabrauta og ættu því allir að geta fundið brekkur sem henta sinni getu. Að auki er boðið upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.
Nánari upplýsingar um Selva.
Madonna; Frá Munchen flugvelli til Madonna á Ítalíu er um 4-4,5 klst akstur (fer eftir umferð). Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna. Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í miðbænum mynda hótelin umgjörð um tvö torg, en það er skemmtilegt göngusvæði, með fjölda veitingastaða og verslana. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 59 talsins.
Nánari upplýsingar um Madonna.
Bæði í Selva og Madonna er staðsettur fararstjóri frá 10.janúar – 28. febrúar 2026 .
• Ath bæði til og frá Ítalíu og Austurríki er ekki í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka. Ferðamannaskattur er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför.
-
Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar
Ferðamannaskattur
Ferðamannaskatturinn ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2-4 Evrur á mann á nótt.
Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri.
Flug:
Flogið er í áætlunarflugi Icelandair til Munchen og tekur flugið um 3 klst. og 45 mín.
Greiða þarf aukalega fyrir flutning á skíðum. Skíðin er hægt að bóka um leið og ferðina og velja eins og aukaþjónustu.
Annar farangur má vera 23 kg og svo almennur handfarangur skv reglum Icelandair.
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri í Austurríki en í Selva og Madonna verður fararstjóri á staðnum frá 10.jan - 28.feb. Hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. Gera má ráð fyrir mikilli umferð á laugardögum, en þá eru skiptidagar á hótelunum.
Hótelin - Almennar upplýsingar
Við komu á hótel þarf að afhenda vegabréf og er því skilað síðar sama kvöld eða daginn eftir. Á þeim hótelum þar sem er í boði hálft fæði, við komu í matsal fyrsta kvöldið er rétt að bíða eftir þjóni eða yfirþjóni og er gestum vísað til borðs sem það hefur síðan alla vikuna. Drykkjarföng getur fólk geymt milli daga. Morgunverður stendur oftast frá kl. 7:30 eða 8:00 til kl. 9:00 eða 10:00 (aðeins mismunandi milli hótela). Kvöldverður er frá kl. 18:30 eða 19:30 til kl. 21:00 eða 21:30.
Mismunandi er hvenær heilsuaðstaða hótela er opin, en yfirleitt opnar hún um kl. 16:00 og er opin til kl. 18:30 til 19:30. Aðgangur barna yngri en 14-15 ára er yfirleitt bundin því að þau séu í fylgd foreldra og þess gætt að ekki er um leiksvæði að ræða. Einstaka hótel leyfa ekki börn á heilsusvæðinu. Gestir eru hvattir til að nota öryggishólf á herbergjum og oftast annað hvort smábar eða kæliskápur á herbergjum. Kranavatnið á hótelunum er gott og öllum er óhætt að drekka það.
Heilsulindir:
Ætlast er til að fólk sitji á handklæðum í sána klefanum og hafa skal hugfast að heilsulindin er fyrst og fremst hvíldarsvæði en ekki leikvöllur barna. Á sumum hótelum er aldurstakmark sem miðast við 14 ára aldur.
Gott að hafa í huga þegar farið er í fjallið:
Muna skal að hafa með varaáburð og sólarvörn. Skylda er fyrir alla 14 ára og yngri að hafa skíðahjálma. Að sjálfsögðu er mælt með því að allir noti hjálm.
Góð sólgleraugu og skíðagleraugu eru nauðsynleg. Skíðagrímu er gott af hafa ef spáð er köldu veðri. Aldrei skal stöðva undir blindhæð. Muna skal að skíða með aðgát og hafa í huga að sá sem er neðar í brekkunni á alltaf réttinn. Ekki drekka kranavatn á veitingastöðum eða lyftustöðvum í fjallinu.
Tímamismunur:
Austurríki er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur tímum á undan á sumrin.
Ítalía er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur tímum á undan á sumrin.
Þýskaland er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur á undan á sumrin.
Greiðslukort og hraðbankar:
Hraðbankar eru mjög víða og lang flestir þjónustuaðilar og verslanir í Austurríki taka helstu kreditkort. Ekki treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening í hraðbönkum, hvort sem er fyrir á kredit- eða debetkort.
Gististaðir
Kort
Hótel Speiereck, Lungau

Hótel Speiereck er gott þriggja stjörnu hótel staðsett í St. Michael í Lungau. Hótelið er í eigu Íslendinga en nýjir eigendur tóku við rekstrinum haustið 2019. Hótelið er í 200 metra fjarlægð frá miðbæ St. Michael og stutt er í næstu skíðalyftu eða aðeins um 7 mínútna gangur. Skíðarútan stoppar rétt hjá hótelinu og því auðvelt að komast til annarra skíðasvæða sem eru í næsta nágrenni.
Hótelið hefur að miklu leyti verið endurnýjað en þarna er lítil móttaka, bar og veitingastaður. Herbergin hafa öll verið tekin í gegn og eru búin nýjum húsgögnum, inn á herbergjum eru ýmist hjónarúm 200x200 eða einstaklingsrúm 100x200 eftir því sem við á. Svíturnar hafa einnig svefnsófa 160x200. Þráðlaust internet er á svæðinu, sauna og nuddherbergi þar sem hægt er að panta í nudd gegn gjaldi. Hægt er að óska etir baðsloppum gegn skilagjaldi. Á hótelinu er hálft fæði innifalið, morgunverður sem er reiddur fram af hlaðborði milli 7-10 alla morgna og þriggja rétta kvöldmáltíð þar sem lögð er ríkuleg áhersla á gæði. Skíðageymsla er á fyrstu hæð og á neðri hæð er skíðaskógeymsla með hita. Happy hour er á hótelinu í lok hvers skíðadags þar sem hægt er að njóta saman eftir ánægjulegan dag í fjallinu.
Undanfarin ár hefur mikil uppbygging hefur átt sér stað á skíðasvæðunum og nýjir kláfar og stólalyftur fengið að líta dagsins ljós. Grosseck- Speiereck er skíðasvæðið sem er næst hótelinu og er skíðakláfur í göngufæri frá hótelinu. Í næsta nágrenni eru önnur mjög skemmtileg skíðasvæði eins og Katschberg-Aineck, Fanningberg og Obertauern. Bærinn St. Michael er afar sjarmerandi en þarna má m.a. finna þröng stræti og nokkrar verslanir.
Hérna geta allir sem hafa gaman af alpaskíðum, brettum og gönguskíðum fundið eitthvað við sitt hæfi .
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: 5-7 mínútna gangur
- Flugvöllur: Salzburg: 1 klst. akstur
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
- Upphituð skíðageymsla: Já
- Heilsulind: Gufubað og hægt að panta nudd
Vistarverur
- Hárþurrka
- Sjónvarp: Nei
- Verönd/svalir: eru á sumum herbergjum, ekki öllum.
Fæði
- Hálft fæði
Hotel der Waldhof, Zell am See

Fæði
- Hálft fæði
Martha boutique hotel, Zell am See

Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Heitzmann & Two Timez, Zell am See
Í miðbænumMorgunmatur innifalinn
Skíðakláfur rétt hjá
» Nánar

Heitzmann & Two Timez, Zell am See

Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Hotel Lebzelter, Zell am See
Í miðbænumGóð staðsetning
Morgunmatur innifalinn
» Nánar

Hotel Lebzelter, Zell am See

Fæði
- Morgunverður
Der Schmittenhof Hotel, Zell am See

Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Dorfhotel Glücksschmiede, Hinterglemm
Í miðbænumVið skíðalyftu
Morgunmatur innifalinn
» Nánar

Dorfhotel Glücksschmiede, Hinterglemm

Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Das Alpenhaus, Kaprun
Í miðbæ KaprunHeilsulind með sundlaug og gufubaði
Hálft fæði innifalið
» Nánar

Das Alpenhaus, Kaprun

Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Hotel Saalbacher Hof, Saalbach
HeilsulindGóð staðsetning
Morgunmatur innifalinn
» Nánar

Hotel Saalbacher Hof, Saalbach

Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Aaritz,Selva
Gegnt skíðakláfnum ChampinoiGlæsileg heilsulind með sundlaug
Lúxus og þægindi
» Nánar

Aaritz,Selva
Vefsíða hótels

Hótel Aaritz er mjög gott fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett miðsvæðis í Selva, beint á móti Ciampinoi-lyftunni eða í um 10 metra fjarlægð.
Óhætt er að fullyrða að allar vistarverur séu hinar glæsilegustu á Aaritz og er hótelið tilvalið fyrir þá sem vilja virkilega dekra við sig á meðan dvölinni stendur.
Hótelstjórinn leggur allt kapp á að skapa þægilegt og afslappandi andrúmsloft og má segja að gestir upplifi þá stemningu um leið og gengið er inn í móttökusal hótelsins, en þar er stór og notaleg setustofa þar sem ávallt er kveikt upp í arninum þegar hótelgestir koma heim af skíðum og úrval drykkja er á hótelbarnum. Frá setustofunni liggur glæsilegur stigi uppí veitingasalinn, sem er á 2.hæð hótelsins.
Hægt er að velja á milli tvenns konar herbergja. Annars vegar er hægt að fá hefðbundið tveggja manna herbergi sem er mjög makindalegt og stílhreint. Hins vegar er hægt að fá betra herbergi (superior) sem eðlilegra er stærra og betur útbúið. Með aukarúmum gesta mest fjórir gestir gist í einu og sama herberginu. Öll herbergi eru með flatskjá, þráðlausa nettengingu, síma og loftræstingu/kyndingu. Baðherbergi eru með baðkar eða sturtu og hárþurrku.
Öll önnur aðstaða á hótelinu er fyrsta flokks. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, heilsulind, sauna, blautgufa og hvíldarherbergi. Aðgangur innifalinn í verði.
Hægt er að skíða beint frá hótelinu í skíðalyftu og að hótelinu í lok dags.
Innifalið er hálft fæði, sem er morgunverður og kvöldverður. Maturinn sérlega góður og þjónusta fyrsta flokks.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 10 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Des Alpes Hotel, Selva
Við aðalgötuna í SelvaFjölskyldurekið hótel
Val um morgunmat eða hálft fæði
» Nánar

Des Alpes Hotel, Selva
Vefsíða hótels

Hótel Des Alpes er þriggja stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Selva við hliðina á hótel Armin sem margir þekkja. Það eru því um 400 metrar að skíðakláfnum Ciampinoi en möguleiki er á að taka skíðarútu sem stoppar um 50 metra frá hótelinu.
Á hótelinu er góður veitingasalur sem bæði er fyrir gesti og gangandi. Mikill metnaður er hjá veitingastaðnum að hafa alla matargerð í hæsta gæðaflokki þar sem aðallega er boðið upp á þjóðlega rétti, enda er ítölsk matargerð heimsþekkt. Þarna er einnig bar þar sem er tilvalið að fá sé eitthvað hressandi eftir góðan dag í fjallinu.
Hótelgestir geta valið um að vera með hálft fæði innifalið eða aðeins morgunverð.
Herbergin eru ágæt og vel búin nútímaþægindum eins og þráðlausu interneti, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, kaffivél, hárþurrku og fullbúnu baðherbergi þar sem ýmist er sturta eða baðkar. Sum herbergjanna eru með svölum. Í boði eru einstaklings, tveggja og þriggja mannaherbergi, bæði standard þar sem allar innréttingar eru úr eik og herbergin teppalögð og svo superior herbergi, en þau eru parketlögð og sum hver með setkrók, því stærri og rúma allt að fjóra (superior herbergin þarf að panta sérstaklega).
Skemmtilegir veitingastaðir, apres-ski barir og verslanir eru í léttu göngufæri frá hótelinu og stutt er í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja. Hótelið er fjölskyldurekið og sér hún Prizka aðallega um reksturinn og tekur vel á móti öllum. Þetta er hentugur kostur fyrir þá sem vilja einfalda gistingu á góðu verði.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 400 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Freina, Selva
Góð staðsetning, rétt hjá Champinoi skíðakláfnumHeilsulind
Val um morgunmat eða hálft fæði
» Nánar

Freina, Selva

Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Garni Giardin Boutique, Selva
Staðsett við skíðabrekkuFallegt 3* hótel
Sérlega falleg herbergi
» Nánar

Garni Giardin Boutique, Selva
Vefsíða hótels

Hótel Garni Giardin er fallegt þriggja stjörnu superior hótel sem er staðsett ofarlega í Selva. Það er vel staðsett við eina vinsælustu skíðabrekkuna sem liggur frá stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.
Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum.
Góð skíðageymsla er fyrir hótelgesti. Fimm mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
VITA er með samning um Superior herbergi. Tvíbýli – Superior eru 23 m2 fallega innréttuð og vel búin með síma, 26“sjónvarpi, útvarpi, smábar, nettengingu, hárþurrku, snyrtispegli, sloppum og inniskóm. Á herbergjunum eru svalir. Þráðlaus gjaldfrjáls nettenging.
Á Garni Giardin er gestamóttaka, morgunverðarsalur og bar. Garni Giardin er með morgunverði.
Frír aðgangur er að heilsulindinni þar sem meðal annars er hægt að nota tækjasal, fara í sauna og drekka jurtate. Nuddpottur og einka sauna gegn vægu gjaldi.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Skíðalyfta: 50 m
- Miðbær: í göngufæri - 5 mín
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Herbergi: VITA er með samning um Superior herbergi sem eru 23 m2, fallega innréttuð og vel búin
Vistarverur
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Garni Schenk, Selva
Þægilegt og hlýlegtSvalir með útsýni
Heilsulind með gufubaði
» Nánar

Garni Schenk, Selva
Vefsíða hótels

Garni Schenk er þægilegt lítið hótel á góðum stað í Selva, rétt hjá hótel Somont sem margir þekkja.
Í hótelinu eru 14 hlýlegar vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma tvo, fjölskylduherbergi sem rúmar fjóra, stúdíóíbúð fyrir tvo til þrjá og tveggja herbergja íbúð fyrir fjóra til sex einstaklinga. Innréttingar eru klassískar, í alpastíl, úr ljósri furu og með rauðu áklæði. Viðarbjálkar í loftum og teppi er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar nútímaþægindum eins og sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu, gestum að kostnaðarlausu. Íbúðirnar eru búnar eldhúskrók með helluborði, örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffivél og ísskáp með frysti auk potta og panna og tilheyrandi áhalda. og Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Við öll herbergi eru rúmgóðar svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn og hluta Dólómítafjallgarðsins.
Morgunverður með bæði heitum og köldum réttum er af hlaðborði í veitingasal alla daga.
Heilsulind með gufubaði er í hótelinu, þar sem upplagt er að slaka á eftir daginn, og hvíldarhreiður með bekkjum.
Garni Schenk er einstaklega þægilegt fjölskyldurekið hótel á frábærum stað í Selva. Skemmtilegir veitingastaðir og verslanir eru í léttu göngufæri og stutt í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: 500 m frá Ciampinoi lyftunni
- Miðbær: Í léttu göngufæri
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Armin, Selva
Vefsíða hótels

Armin er gott þriggja stjörnu „Superior" hótel þar sem eigendur hótelsins, Armin fjölskyldan, hugsa af einstakri natni um gesti sína. Hótelið er við aðalgötuna í Selva og um 400 metrar eru að Ciampinoi kláfnum, sem gengur upp á skíðasvæðið í Selva.
Boðið er upp á litla hótelskutlu og geta gestir pantað far með bílnum.
Tveggja manna herbergi eru:
Comfort, sem eru 23-26m2 og taka 2-3
Superior" sem eru 30-40m2 og taka 2-4.
Herbergin eru nýlega uppgerð, öll með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu. Baðherbergi eru falleg ýmist með sturtu eða baði og hárþurrku.
Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus.
Einbýli eru örfá og ekki með svölum.
Á hótelinu er bar og maturinn er fyrsta flokks. Hótelgestir á Armin koma þangað aftur og aftur, ekki síst til að borða hinn ljúffenga mat sem á borðum er og njóta hinnar persónulegrar þjónustu, sem er aðalsmerki hótelsins.
Fín heilsulind er á hótelinu með gufubaði, heitum potti og notalegu hvíldarherbergi. Hún er innifalin en greiða þarf fyrir afnot af heita pottinum.
Skíðageymsla er á hótelinu.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 400 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum.
- Herbergi: Comfort sem eru 23-26m2 og taka 2-3 og Superior sem eru 30-40m2 og taka 2-4
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Oswald
Við aðalgötuna í SelvaFlott sameiginlega aðstaða
Hentar vel fyrir hópa
» Nánar

Oswald
Vefsíða hótels

Oswald er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum síðustu ár. Hótelið er tilkomumikið og allur aðbúnaður góður.
Hótel Oswald er við aðalgötuna í Selva.
Tveggja manna herbergin eru "Superior" herbergi og rúma 2-4 gesti. Þau eru 30 - 40 m2, fallega innréttuð með setkrók, smábar, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, hárþurrku og svölum. Aðgangur að interneti er án endurgjalds.
Hótelið er staðsett um 500 metra frá Champinoi skíðakláfnum og svo er hótelið með litla skíðarútu sem gestir geta tekið í lyftuna, en þá þjónustu þarf að panta fyrirfram. Verslanir má finna handan götunnar og allt um kring og skíðarútan stoppar fyrir framan hótelið á nokkurra mínútna fresti.
Ávallt er lagður ríkur metnaður í veitingasal hótelsins. Innifalið er hálft fæði, þ.e. morgunverður og kvöldverður.
Í heilsulindinni er hægt er að komast í gufuböð, nuddpott, ilmbað, ljósabekki og ýmislegt fleira. Þá er boðið upp á ýmsar vellíðunar- og slökunarmeðferðir gegn gjaldi.
Á hótelinu er einnig lítið leikherbergi fyrir yngstu kynslóðina.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 500 m - skutla frá Hóteli
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Serena, Selva
Frábært staðsetning við skíðalyfturnarÞægileg gisting á góðu verði
Stutt í miðbæ Selva
» Nánar

Serena, Selva
Vefsíða hótels

Stórfínt þriggja stjörnu hótel sem er á frábærum stað alveg við skíðalyfturnar þar sem meðal annars eru staðsettar kennslubrekkur Selva og margar aðrar spennandi brekkur fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það er ekki ofsögum sagt að það megi beinlínis skíða út og inn af hótelinu - svo nálægt brekkunum er það. Næsta skíðlyfta er í um 10 metra fjarlægð. Á hótel Serena fæst þægileg gisting á góðu verði.
Hótelið er notalegt og vel við haldið þar sem hefðbundinn týrólskur stíll ræður ríkjum. Herbergi hótelsins eru vistleg, góð og einföld, VITA er með samning um tvær gerðir herbergja: Comfort og Superior, öll herbergin eru parketlögð með sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Superior herbergin eru með setkrók eða sófa og eru því stærri, ásamt því að þar er innifalið baðsloppur og inniskór fyrir hótelgesti ásamt helstu snyrtivörum. Hægt er að sérpanta fjölskylduherbergi sem taka 2 fullorðna og 2 börn.
Eins og áður hefur komið fram er hótelið staðsett rétt hjá barnabrekkum, þannig að það hentar einstaklega vel fyrir börn og aðra sem vilja fara í skíðakennslu.
Á hótel Serena er hálft fæði innifalið, morgunverður af hlaðborði þar sem fjöldi rétta er í boði og þriggja rétta kvöldverður á kvöldin.
Tiltölulega lítil en ágæt heilsuaðstaða er á hótelinu og er aðgangur að henni innifalin. Þar er gufubað, heitur pottur, ljósabekkur, hægt að fara í heitt og kalt fótabað og svo er hægt að panta nudd gegn gjaldi. Einnig er lítil líkamsræktaraðstaða.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Skíðalyfta: Við lyfturnar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka: innifalin á superior herbergjum
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Somont, Selva
Við skíðabrekku (ski-in,ski-out)Lúxus og notaleg þjónusta
Heilsulind
» Nánar

Somont, Selva
Vefsíða hótels

Hótel Somont er fallegt fjögurra stjörnu hótel, ofarlega í bænum Selva. Það er frábærlega vel staðsett við skíðabrekku sem liggur frá einu stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.
Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum. 10 mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
Tekin er lyfta frá skíðageymslunni uppá skíðabrautina sem liggur framhjá hótelinu.
Á Somont er gestamóttaka, falleg setustofa með arni, veitingasalur og bar.
Glæsilegt heilsusvæði er á hótelinu með innisundlaug, sólbekkjum, tyrknesku baði, nuddpotti, sauna og hvíldaraðstöðu. Aðgangur að því er innifalinn í verði.
Vita er með samning um þrjár gerðir herbergja:
Superior, Comfort og Junior suite.
Tvíbýli - Comfort, er 26 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fallegum alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum.
Tvíbýli – Superior (Sasslong) er 27 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fjallakofa eða alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, skrifborði, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum eða verönd.
Tvíbýli – Junior Suite 32 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fallegum alpastíl. Svíturnar eru parketlagðar, allar með sturtu og hárþurrku, setkrók eða sófa, síma, sjónvarpi, skrifborði, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi og svölum.
Á hótel Somont er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Skíðalyfta: 50 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Mountain Design Hotel Eden Selva
Hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur)Frábær staðsetning (ski-in og ski-out)
Heilsulind
» Nánar

Mountain Design Hotel Eden Selva

Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Savoy, Selva
Frábær staðsetning, ski-in, ski-outGlæsilegt spa
Hálft fæði innifalið
» Nánar

Savoy, Selva
Vefsíða hótels

Mjög gott fjögurra stjörnu superior hótel staðsett á mjög góðum stað í Selva eða við hliðin á Hótel Somont sem margir þekkja. Hægt er að skiða bæði til og frá hótelinu.
Hótel Savoy býður upp á mjög góða aðstöðu sem dæmi má nefna móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaður þar sem lögð er áhersla á fersk og gæða hráefni, bar og setustofa.
Öll herbergi eru með svölum, sjónvarpi, síma, internet tengingu og fullbúnu baðherbergi þar sem eru helstu snyrtivörur og hárþurrka.
Á hótelinu er glæsilegt spa sem hefur allt verið tekið í gegn, þar má m.a. finna bæði gufubað og blautgufu, sundlaug o.fl. Einnig er hægt að panta gegn gjaldi í nudd og aðrar snyrtimeðferðir.
Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í skíðafríinu.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: Rétt hjá
- Veitingastaðir: Rétt hjá
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Lín og handklæðaskipti
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Laurin, Selva
Skíðaleiga og skíðaskóli á staðnumVið skíðalyftur
Notalegt umhverfi
» Nánar

Laurin, Selva
Vefsíða hótels

Hótel Laurin er glæsilegt fjögurra stjörnu fjallahótel á frábærum stað í miðju Selva di Val Gardena. Lúxus og þægindi fyrir fríið þitt og örstutt í skíðabrekkurnar, en hótelið er rétt hjá skíðakláfnum Champinoi.
Á hótelinu eru 25 herbergi sem skiptast í eins til tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Hönnunin á herbergjunum er í nútímalegum sveitastíl og herbergin eru hlýleg og kósý með öllum helstu þægindum. Andrúmsloftið er fágað og rólegheitin svífa yfir. Leitast er við að skapa gestum heimili að heiman. Veggir eru ljósmálaðir en húsgögn eru úr viði og á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, hitastilling og skrifborð. Öllum deluxe herbergjum fylgja svalir og sum superior og fjölskylduherbergin eru einnig með svalir. Baðherbergi eru flísalögð, þar er sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur.
Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Á veitingastað hótelsins er boðið upp á ítalska og týrólska rétti. Notalegur bar er á hótelinu þar sem er hægt að eiga indæla kvöldstund og sötra á ljúffengum kokteilum. Fallegt útsýni er frá hótelinu til fjalla og umhverfið er mjög rómantískt. Þeir sem vilja geta pantað mat upp á herbergið.
Inni á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða, upphituð sundlaug með fallegu útsýni, nuddpottur og heilsulind. Í heilsulindinni er annars vegar finnsk sána og hins vegar létt sána. Auk þess er þar tyrkneskt bað, gufubað og gott slökunarherbergi. Þar er heilsubar og þarna er því góður vettvangur til að næra líkama og sál.
Hótelið er frábærlega staðsett við hliðina á skíðabrekkunum, göngusvæði og miðbæ þorpsins. Þjónusta er frábær, starfsfólk vingjarnlegt og alltaf tilbúið að aðstoða gesti við hvaðeina sem þeir þurfa hjálp við. Skemmtilegt er að læra á skíði á þessum slóðum á veturna eða fara í gönguferðir í fallegu umhverfi restina af árinu. Skíðaleiga er á hótelinu og hægt að skrá sig í skíðaskólann.
Það er sérstaklega yndislegt þarna um slóðir á veturna þegar skóglendi, fjöll og engi eru þakin snjó.
ATH. Hálft fæði er innifalið á hótelinu, 7x morgunverðir og 6x kvöldverðir (það er ekki kvöldverður innifalinn á þriðjudögum, nema á jólunum þá er ekki kvöldmatur á jóladag 25.desember 2024).
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðju Selva di Val Gardena
- Skíðalyfta: Örstutt í skíðalyftur, t.d Ciampinoi, Costabella og Freina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Ariston, Madonna
Vefsíða hótels

Ariston er notalegt þriggja stjörnu superior fjölskyldurekið hótel á frábærum stað við efra torgið í miðbæ Madonna. Það er örstutt í skíðalyftur, brekkur og búðir, og á hótelinu sjálfu er veitingastaður og heilsulind. Aðeins er um 50 metra gangur að næstu skíðalyftu, og stutt í verslanir.
Herbergin eru rúmgóð og búin öllum helstu þægindum; sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólfi og svölum. Te og kaffivél er inná herbergjum. Ókeypis þráðlaus nettenging er á herbergjum og hótelinu. Á baðherbergjum er bæði baðkar og sturta. Hárþurrka er á öllum herbergjum.
Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind með sundlaug, nuddpotti, sánu og tyrknesku baði. Þar er tilvalið að slaka á eftir erfiðan dag í brekkunum.
Frítt er í sauna og sund. Nudd- og snyrtimeðferðir eru einnig í boði gegn gjaldi og hægt er að leiga baðslopp. Börn að 15 ára aldri hafa aðgang að sundlaug hótelsins milli kl. 14:00 og 17:30, en hafa ekki aðgang að sauna- og gufuböðum.
Á veitingastað hótelsins er boðið upp á ítalska rétti og rétti frá Miðjarðarhafinu, bæði nýja og hefðbundari rétti. Í vínkjallaranum er mikið úrval og ef þú ert ekki viss gefur vínþjónninn góð ráð.
Á hótel Ariston er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: 300 metrar
- Skíðalyfta: 100 m í 5 Laghi
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Heilsulind: Gegn gjaldi
- Sundlaug: Innisundlaug
- Baðsloppar: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Campiglio Bellavista, Madonna
Gegnt skíðakláfnum PradalagoLúxus og persónuleg þjónusta
Fyrsta flokks hótel
» Nánar

Campiglio Bellavista, Madonna
Vefsíða hótels

Campiglio Bellavista er glæsilegt hótel sem Artini fjölskyldan hefur rekið af alkunnri gestrisni í 40 ár. Hótelið er gegnt Pradalago skíðalyftunni og í göngufæri við aðaltorgið í bænum.
Hótelinu er haldið vel við og hefur meðal annars verið endurbyggt alveg frá grunni. Allt er fyrsta flokks, bæði híbýli og þjónusta.
Öll herbergi eru með upphituð harðviðargólf, og þar eru gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet án endurgjalds, smábar, öryggishólf og svalir.
Á baðherbergi er hárþurrka, sloppur og inniskór.
"Classic" herbergi tekur tvo og ungabarn og "Junior" svítur taka 3 fullorðna. Hægt er að sérpanta "Junior" svítu á tveimur hæðum sem tekur 4.
Í heilsulindinni er gott að láta líða úr sér eftir ævintýri dagsins. Aðgangur er innifalinn. Þar eru nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað, og í boði eru nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi.
Á veitingastaðnum er árstíðabundinn matseðill og mikið lagt upp úr fersku hráefni úr næsta nágrenni.
Maturinn þykir sérlega ljúffengur og í matsalnum stjana þjónar hótelsins við gesti sína. Skíðageymslan er með læsta skápa merkta viðkomandi herbergi.
Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
- Herbergi: Tvíbýli og junior svítur fyrir 2 til 4
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Bertelli
Vefsíða hótels

Hótel Bertelli er gott fjögurra stjörnu hótel, frábærlega staðsett ofarlega í Madonna di Campiglio, rétt við skíðakláfinn Pradalago. Fimm mín ganga er í miðbæinn. Allt er til alls á hótelinu og eru herbergin rúmgóð og notaleg. Á hótel Bertelli eru huggulegar setustofur, bar og einn af betri veitingatöðum Madonna.
Herbergin eru falleg og búin helstu þægindum. Öll með baðkeri eða sturtu, öryggishólfi, síma, hárþurrku, smábar, þráðlausri nettengingu (án gjalds) og flatskjá. Einnig er aðstaða til að laga te og kaffi. Flest herbergin eru með svölum. Hótel Bertelli er eitt fínasta hótelið í Madonna.
Heilsulindin er með litla sundlaug, tyrkneskt bað, sauna og nuddpotta. Gott er að slaka á þar eftir góðan skíðadag. Í boði er að fara í sólbekki og alls kyns nudd, gegn greiðslu.
Hálft fæði er á hótelinu og er góður veitingastaður þar sem þjónustan er fyrsta flokks. Morgun- og kvöldverðarsalurinn er fallegur og er maturinn góður og glæsilega fram borinn. Þar er meðal annars hægt að fá mjög góðan ítalskan mat og úrvals vín frá héraðinu.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: 200 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Skíðalyfta: Rétt við Pradalago
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Cristiania, Madonna
Mjög vel staðsettGegnt skíðakláfnum Pradalago
Morgunmatur innifalinn
» Nánar

Cristiania, Madonna
Vefsíða hótels

Cristiania er snyrtilegt fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett rétt við efra torgið í Madonna rétt hjá Bellavista hótelinu sem margir þekkja og beint á móti Pradalago skíðakláfnum.
Hótelið hefur mikið verið tekið í gegn og þá sérstaklega sameiginleg aðstaða og superior herbergin, en val er um standard herbergi, superior og fjölskylduherbergi sem geta rúmað allt að 5. Öll eru herbergin búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og þráðlausu interneti. Baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baðkari. Superior herbergin eru einnig með lítinn kæliskáp. Sum herbergi eru með svalir.
Sameiginleg aðstaða á hótelinu er mjög hugguleg en þar má finna móttöku, bar og morgunverðarsal. Þarna er einnig heilsulind með finnsku og tyrknesku saunabaði, sturtum og hvíldarherbergi. Þjónustan kostar aukalega eur 10 per skiptið eða eur 40 fyrir alla vikuna.
Cristiania er góður kostur fyrir þá sem vilja gistingu eingöngu með morgunmat og framúrskarandi staðsetningu en frá Cristiania er bæði stutt í miðbæinn þar sem má finna fjölbreytt úrval veitingastaða og í skíðalyftu.
Ath.Eingöngu er morgunmatur í boði á hótelinu því getur verið gott að panta fyrirfram á veitingastöðum ef á að fara út að borða á kvöldin.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: 100 m
- Skíðalyfta: 20 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
- Herbergi: Svefnpláss fyrir allt að 5
- Heilsulind: Aðgangur gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Dahu, Madonna
Frábær staðsetning við skíðabrekkurnar (ski in, ski out)Í efri hluta bæjarins
Tilvalið fyrir fjölskyldur
» Nánar

Dahu, Madonna
Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett ofarlega við aðalgötuna rétt við skíðakláfinn Pradalago. Nánast hægt að skíða út og inn af anddyri hótelsins. Hótelið er í efri hluta bæjarins og um 200 metra gangur er í miðbæ Madonna. Komið er inn í hlýlega gestamóttöku með setustofu og þaðan er gengið inn í fallegan veitingasal. Á hótelinu er einnig bar.
Í boði eru tveggja til fjögurra manna rúmgóð og fallega innréttuð herbergi, öll með sturtu eða baði, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, hárþurrku og þráðlausu interneti, sem hótelgestir geta notað án endurgjalds. Hefðbundin teppi eru á rúmum og öll herbergi eru með svölum. Hálft fæði er innifalið í verði og er óhætt að fullyrða að matargerðin á hótelinu sé fyrsta flokks.
Á hótelinu er góð heilsulind, með heitum potti og gufubaði, þar sem tilvalið er að slaka á í lok dagsins. Aðgangur að svæðinu er innifalinn.
Sérlega gott hótel sem hefur mælst afar vel fyrir.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: 250 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Skíðalyfta: Rétt við Pradalago
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Diana Boutique, Madonna
Fallegt hótelGegnt 3-Tre svigbrautinni
2 min í miðbæinn
» Nánar

Diana Boutique, Madonna
Vefsíða hótels

Diana Boutique er fallegt hótel á frábærum stað í Madonna, gegnt 3-Tre svigbrautinni, aðeins 20 metra frá Miramonti-lyftunni og 50 metra frá Pradalago-kláfnum. Heilsulind og veitingastaður á hótelinu, tveggja mínútna gangur í miðbæinn.
Í hótelinu eru 27 fallega innréttaðar vistarverur. Hægt er að velja um classic eða superior herbergi sem ætluð eru einum eða tveimur fullorðnum eða tveimur fullorðnum og barni, og junior svítur sem rúma tvo fullorðna og barn. Allar vistarverur eru fallega innréttaðar, í klassískum alpastíl, úr ljósri furu með hvítum og rauðum litum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er kynding, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, snyrtispegill og baðvörur. Við mörg herbergjanna eru svalir og í sumum er rafmagnsarinn.
Morgunverðarhlaðborð er alla daga á veitingastaðnum La Stube Diana og þar er einnig tilvalið að fá sér snarl seinnipartinn. Á kvöldin stendur valið um sælkerarétti, alþjóðlega jafnt sem dæmigerða fyrir héraðið og Ítalíu alla, við kertaljós og ljúfa stemningu. Tekið er við sérpöntunum fyrir þá sem eru með fæðuóþol. Það er kósí stemning á setustofubarnum sem býður upp á kaffi og ljúffenga drykki af öllu tagi.
Í heilsulindinni er aldeilis hægt að næra líkama og sál eftir langan dag í brekkunum. Þar er nuddpottur, blaut- og þurrgufa, ilmolíusturtur og hvíldarhreiður og boðið er upp á nudd-, líkams- og snyrtimeðferðir af ýmsum gerðum.
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þvottahús er í hótelinu, skíðageymsla og leikherbergi fyrir börn.
Boutique Hotel Diana fær nær undantekningarlaust frábærar umsagnir. Það opnaði dyr sínar árið 1887 og á sér því ríka sögu. Staðsetningin gæti ekki verið betri, rétt við bæði kláf og lyftu og spölkorn frá miðbænum með sínum skemmtilegu göngugötum, veitingastöðum og verslunum.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: Við skíðalyftu
Aðstaða
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: kynding
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Garni Arnica, Madonna
Við efra torgið í bænumVeitingasalur og bar
Stutt í kláfinn
» Nánar

Garni Arnica, Madonna
Vefsíða hótels

Hotel Garni Arnica er notalegt, gott og vel viðhaldið þriggja stjörnu hótel á besta stað við torgið Piazza Brenta Alta í miðbæ Madonna. 60 metrar eru í skíðakláfinn 5 Laghi. Hótelið er fjölskyldurekið þar sem er andrúmsloft er þægilegt og gestrisni einstök.
Á hótelinu er aðgangur að þráðlausu interneti, setustofa, sjónvarpsherbergi, morgunverðarsalur, bar og Arnica Café Aprés Ski Bar, sem er veitingastaður, kaffihús og bar. Í skíðageymslu eru klossahitarar.
Tveggja manna herbergi eru rúmgóð og flest með svölum. Herbergin eru með hárþurrku, síma, sjónvarpi og öryggishólfi. Eins manns herbergi eru mjög lítil og alltaf án svala. Herbergi eru látlaus en snyrtileg og búin ágætum húsgögnum.
Á hótelinu er heilsulind, með nuddpotti, sánu og gufubaði, þar sem tilvalið er að slaka á í lok dagsins. Hægt er að leiga baðslopp.
Athugið að börn og unglingar innan 15 ára fá ekki aðgang að heilsulindinni (heldur ekki með fullorðnum).
Morgunmatur er innifalinn í verði.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 60 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Bar
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Herbergi: Tveggja manna herbergi. Hluti herbergja með svölum. Einbýli eru svalalaus
Vistarverur
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Garni St. Hubertus, Madonna
Vinalegt og vinsæltÍ miðbænum
Nokkur skref í skíðakláfinn 5 Laghi
» Nánar

Garni St. Hubertus, Madonna
Vefsíða hótels

Garni St. Hubertus er vinalegt,einfalt þriggja stjörnu hótel á frábærum stað í Madonna. Hótelið er í miðbænum og er 50 metra frá skíðalyftu. Allt um kring eru verslanir, kaffihús og veitingastaðir.
Hótelið sjálft er einfalt og komið til ára sinna en á sína fasta viðskiptavini sem hafa komið ár eftir ár og vilja hvergi annars staðar vera. Á hótelinu er hlýleg setustofa og bar og hefur St. Hubertus í gegnum árin verið þekkt fyrir sérlega góðan og vel útilátinn morgunverð.
Herbergi eru lítil og gamaldags, en hrein og snyrtileg. Öll herbergi hótelsins eru með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og hárþurrku. Þráðlaus nettenging er í sameiginlegum rýmum og næst oftast uppá herbergi.
Hægt er að panta fjölskylduherbergi.
Hótelið er rétt hjá 5 Laghi Express skíðalyftunni. Á Hubertus er góður garður og útisundlaug en hún er bara opin yfir sumartímann. Á hótelinu er skíðageymsla, sólarhringsmóttaka, bílastæði og lyfta svo eitthvað sé nefnt.
Hagkvæmur en einfaldur kostur á fínum stað í miðbænum nálægt skíðalyftum.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 50 m
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
- Herbergi: Eins, tveggja og þriggja manna herbergi.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Majestic Mountain Charme, Madonna
Frábær staðsetningGóður matur
Stutt í kláf
» Nánar

Majestic Mountain Charme, Madonna
Vefsíða hótels

Majestic Mountain Charme er glæsilegt hótel á besta stað við göngugötuna í Madonna di Campiglio. Frábært útsýni yfir fjöllin, heilsulind, góður matur og örstutt í kláfinn upp í brekkurnar.
Á hótelinu eru 43 nýuppgerð herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna sem eru eftirfarandi herbergjatýpur; superior herbergi, juniour svítur og design junior svítur. Hægt er að bóka samliggjandi herbergi gegn sérpöntun. Herbergin eru fallega hönnuð og allar innréttingar nútímalegar og úr náttúrulegum efnum sem gerir vistarverur afar hlýlegar og snyrtilegar. Á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er sjónvarp, míníbar, internet og öryggishólf. Baðherbergin eru flísalögð en þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á Majestic, eins og algengt er á Ítalíu er gengið út frá því að heilsan byrji að innan og því þurfi að næra sig rétt. Þegar kemur að næringu er hugað að því hvað hentar gestunum, allt frá girnilegu morgunverðarhlaðborði og þar til sest er niður með drykk eftir kvöldverð. Vínúrvalið er mjög gott. Á hótelinu er einnig bar þar sem reglulega er flutt lifandi tónlist.
Sky Wellness Terrace heilsulindin er starfrækt á efstu hæð hótelsins með útsýni yfir Madonna di Campiglio og skíðabrekkurnar. Þar er dásamlegt að láta líða úr sér eftir daginn í gufunni, sturtunum eða nuddpottinum. Einnig eru þar afslöppunarherbergi á borð við Majestic Lounge þar sem hægt er að slaka á við arineldinn. Svo er auðvitað hægt að bóka dekurmeðferðir. Heilsulindin er aðeins fyrir 16 ára og eldri.
Á veturna gefur augaleið að flestir gestanna nýta sér nálægðina við skíðasvæðin út í ystu æsar. Það er þó ekki síður skemmtilegt að koma þangað á sumrin en þá er hægt að fara í gönguferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, leiðsöguferðir með reyndum leiðsögumönnum, boðið er upp á tónleika í mikilli hæð yfir sjávarmáli, flúðasiglingar og svifflug.
Í heildina er Majestic Mountain Charme frábær kostur fyrir vetrar- eða sumarfrí í fjöllunum. Hér er um að ræða hótel í háum gæðaflokki þar sem tekið er vel á móti gestum sem vilja fágaða upplifun í fjallalandslagi.
Ath. þann 31. desember þurfa hótelgestir að greiða beint til hótelsins aukagjald fyrir áramótakvöldverðinn sem er sérstaklega glæsilegur.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: Við Laghi Express skíðalyfturnar
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Miðbær: Á göngusvæðinu í Madonna
Aðstaða
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Hálft fæði
Montana, Madonna
Vefsíða hótels

Hótel Montana er mjög gott 3ja stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett með skíðabrekku nánast í bakgarðinum og hægt að skíða heim á hótel. Rúmgóð herbergi, flottur bar og einstaklega góður morgunverður.
Montana er í efri hluta bæjarins örstutt frá skíðakláfnum Pradalago og aðeins 200 m fjarlægð frá miðbæ Madonna.
Á hótelinu er notalegur bar þar sem hann Franscisco dekrar við gestina, en þar er bæði hægt að fá ýmsa góða drykki og létt snarl á kvöldin. Á hótelinu er einnig morgunverðarsalur og sjónvarpsherbergi.
Hægt er að slappa af og dekra við sig eftir góðan dag í skíðabrekkunum í nuddpottinum, sauna og nudd sturtunum sem eru á hótel Montana. Aðgangur að heilsuræktinni, nuddpotti og sauna er innifalin í verði fyrir farþega á vegum VITA. Herbergin eru stór og rúmgóð, þar sem öll rúm eru með sængum. Hægt er að velja á milli hefðbundinna tveggja manna herbergja og herbergja sem hafa pláss fyrir allt að fjóra gesti.
Öll herbergi eru með síma, sjónvarp með flatskjá, öryggishólf, gjaldfrjálst þráðlaust net og svalir. Hárþurrkur og baðsloppar eru á öllum herbergjum.
Fyrir þá sem vilja leigja skíði, þá er hótelið í samstarfi við skíðaleigu í bænum. Hægt er að fá skutl þangað fram og tilbaka og því einstaklega þægilegt. Einn af eigendum hótelsins er skíðakennari og því er tilvalið að fá upplýsingar um skíðakennslu eða panta tíma beint hjá þeim.
Innifalið í verði er morgunverður.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: 200 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Skíðalyfta: Rétt við Pradalago
Aðstaða
- Sturta
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
Sporthotel Romantic Plaza, Madonna
Vefsíða hótels

Sporthotel Romantic Plaza er 4ra stjörnu hótel við efra torgið í miðbæ Madonna og örstutt í skíðalyftur. Fín herbergi, góður matur og frábær staðsetning. Um 5-7 mín. gangur er í næsta skíðakláf.
Nokkrar gerðir herbergja eru á Romantic Plaza.
VITA er með samning um "Superior", "Panoramic" og "Natura" herbergi. Á vefsíðu hótelsins eru bæði myndir og lýsing af herbergjunum, en herbergi eru misjöfn að stærð og ekki öll eins.
Á öllum herbergjum er flatskjár, internet, smábar (ef óskað er), öryggishólf og svalir eru á sumum herbergjum en þó ekki öllum. Á baðherbergi er hárþurrka, sloppar og inniskór.
Í glæsilegri heilsulindinni eru innilaug, heitur pottur og sauna, auk fjölda vel valinna nudd- og dekurmeðferða. Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn. Nudd- og dekurmeðferðir er hægt að panta gegn gjaldi.
Veitingahúsið leggur áherslu á ferskan mat úr nágrenninu og fjölbreytileika. Á barnum er hægt að njóta aprés-ski stemningar.
Skíðageymslan er með hitarörum fyrir skíðaskóna. Ekki eru sérstakir skíðaskápar fyrir hvert herbergi, heldur eru þau geymd í stóru opnu rými.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 150 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Skíðalyfta: 5-7 mínútna gangur er að 5-laghi express
Aðstaða
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Á sumum herbergjum, ekki öllum
Fæði
- Hálft fæði
-
Veðrið
-
Gjaldmiðill
€EUR
Gengi