fbpx Skíðaferðir frá Munchen - Til Austurríkis eða Ítalíu | Vita

Skíðaferðir frá Munchen - Til Austurríkis eða Ítalíu

Austurríki og Ítalía

Ferðir
Flug

Myndagallerí

Munchen

Er frábær kostur fyrir þá sem vilja skjótan aðgang að frábærum skíðasvæðum bæði í Austurríki og á Ítalíu.

Beint flug er með Icelandair til og frá Munchen en þaðan þurfa farþegar að koma sér sjálfir til áfangastaðar (Austurríki eða Ítalía). Flugvöllurinn er vel staðsettur og býður upp á greiðar samgöngur en bæði er einfalt að ferðast með rútu eða bílaleigubíl.

• Austurríki

Frá Munchen er aðeins 3 – 3,5 klst. akstur til skíðasvæða eins og Zell am See, Saalbach Hinterglemm, Lungau (fer eftir umferð). Nánar um skíðasvæðin:

Zell am See; Yndislegur bær með skíðasbrekkurnar allt um kring. Bærinn sjálfur er mjög skemmtilegur og iðar af mannlífi, þar má finna veitingastaði, Aprez-skí bari, verslanir og fleira. Fyrir gönguskíðafólk eru 200 kílómetrar af gönguskíðabrautum. Hægt er kaupa skíðapassa „ski alpen card“ sem gefur aðgang að meira en 400 km. af brekkum og um 120 skíðalyftum. Rétt hjá má svo finna skíðabæinn Kaprun en þar er jökullinn Kitzsteinhorn og er þar hæsti tindur 3200 metra hár. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu. Kaprun skíðasvæðið er einnig innifalið í skíðapassanum "ski alpen card".

Saalbach-Hinterglemm; Það er óhætt að segja að tilhugsunin um 270 kílómetra af skíðabrautum og 70 lyftur af öllum gerðum fái hjartað til að slá hraðar. Það gerist vart betra í austurrísku Ölpunum en á Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn skíðasvæðinu. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Saalbach Hinterglemm er rétti staðurinn. Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir. Barirnir er óteljandi þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.

Lungau; Á svæðinu eru yfir 300 km af troðnum skíðabrekkum og er aðstaða og stemning góð fyrir alla aldurshópa. Svæðinu er skipt upp í fimm mismunandi skíðasvæði, St. Michael (Sonnenbahn), St. Margarethen (Aineck), Katshberg, Mauterndorf (Grosseckbahn), Fanningberg og Obertauern. Fjögur þessara svæða eru í sama dalnum. Hægt er skíða á milli St. Michael og Mauterndorf á svo á milli St. Margarethen og Katshberg. Fanningberg stendur eitt og sér en til Obertauern eru um 30 mínútna keyrsla frá bænum St. Michael þar sem gististaðir Icelandair VITA eru. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 58 lyftur og 300 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila sex kílómetra. Lyftur eru opnar flestar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga. Svo eru líka margar sértroðnar brautir fyrir gönguskíðafólk á öllum þessum svæðum og allt um kring. Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.

Á skíðasvæðum í Austurríki er ekki í boði fararstjóri en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á.

Ítalía

Frá Munchen flugvelli til Selva á Ítalíu er um 3,5 klst akstur (fer eftir umferð) en Selva er hluti af hinum víðfeðma Dolomiti Superski svæði sem hefur yfir 1.200 km af samfelldum skíðabrautum. Þarna er einstök náttúrufegurð , fyrsta flokks skíðasvæði og góð blanda af ítalskri og austurrískri gestrisni og suður-þýskri nákvæmni.

Selva; Flestir íbúar Selva eru jafnvígir á ítölsku og þýsku. Útsýnið og aðstaðan í Selva er óviðjafnanleg. Töfrandi umhverfið er víst til að láta engan ósnortinn og hafa gestir og gangandi óteljandi möguleika til hverskyns iðkunar skíðaíþrótta. Þorpið sjálft liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og telur skíðasvæðið í heild sinni um 175 kílómetra af skíðabrautum. Hvorki fleiri né færri en 81 skíðalyfta sér um að flytja fólk á milli fjölbreyttra og ólíkra skíðabrauta og ættu því allir að geta fundið brekkur sem henta sinni getu. Að auki er boðið upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.

Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.
Nánari upplýsingar um Selva.

Madonna; Frá Munchen flugvelli til Madonna á Ítalíu er um 4-4,5 klst akstur (fer eftir umferð). Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna. Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í miðbænum mynda hótelin umgjörð um tvö torg, en það er skemmtilegt göngusvæði, með fjölda veitingastaða og verslana. Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 59 talsins.

Nánari upplýsingar um Madonna.

Bæði í Selva og Madonna er staðsettur fararstjóri frá 10.janúar – 28. febrúar 2026 .

• Ath bæði til og frá Ítalíu og Austurríki er ekki í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.

Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka. Ferðamannaskattur er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
  • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun