Das Alpenhaus, Kaprun
Vefsíða hótels

Das Alpes er fjögurra stjörnu hótel staðsett í miðbænum í Kaprun en þar ekki langt frá er jökullinn Kitzsteinhorn sem er frábært skíðasvæði og er hæsti tindurinn þar 3200 metra hár. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu.
Á hótelinu er fínasta aðstaða eins og móttaka sem er opin allan sólarhringinn, veitingastaður, setustofa og bar. Þarna er einnig heilsulind þar sem er í boði ýmsar snyrtimeðferðir gegn aukagjaldi, líkamsrækt, innisundlaug og nokkrar tegundir af gufuböðum.
Herbergin eru öll vel búin en þar má m.a. finna sjónvarp, síma, öryggishólf og minibar. Baðherbergin eru öll með hárþurrku og helstu snyrtivörum, flest eru með sturtu en þó eru örfá baðherbergi með baðkari.
Skíðasvæðið Maiskogel er í um 200 metra fjarlægð. Jökulinn Kitzsteinhorn er í um 7 km. fjarlægð. Hægt er að taka skíðarútu til helstu skíðasvæðanna og stoppar hún í um 50 metra frá hótelinu.
Kaprun skíðasvæðið er einnig innifalið í skíðapassanum "ski alpen card" og því er einnig hægt að skíða í Zell am See og Saalbach Hinterglemm fyrir þá sem vilja. Samanlagt eru þetta 408 km af brekkum og um 121 lyftur. Nánari upplýsingar má finna hérna
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
Ferðamannaskatturinn í Austurríki er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá miðbæ: Í miðbæ Kaprun
- Frá flugvelli: Salzburg flugvöllur: 85 km.
- Frá flugvelli: Innsbruck flugvöllur: 148 km.
- Frá flugvelli: Munchen flugvöllur: 213 km.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Bar
- Veitingastaður
- Gestamóttaka
- Sundlaug
- Heilsulind
- Gufubað
- Líkamsrækt
- Upphituð skíðageymsla
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði