Dorfhotel Glücksschmiede, Hinterglemm
Vefsíða hótels

Glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett á góðum stað í Hinterglemm eða alveg í miðbænum og er skíðakláfurinn Reiterkogelbahn rétt hjá.
Á hótelinu er frábær aðstaða eins og tveir veitingastaðir, bar, falleg heilsulind með innisundlaug og barnasundlaug, ásamt gufuböðum og hægt er að fá ýmsar snyrtimeðferðir gegn aukagjaldi.
Herbergin eru öll fallega innréttuð og hægt er að velja um ýmsar mismunandi herbergjatýpur, þau hafa það þó öll sameiginlegt að vera með öllum helstu þægindum eins og sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Baðherbergi eru fullbúin með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Inná herbergjum eru sloppar og inniskór.
Morgunmatur er innifalinn og er hann reiddur fram af hlaðborði.
Frábær kostur fyrir alla sem vilja góða staðsetningu í miðbæ Hinterglemm. Bæði er stutt að nálgast mannlífið í bænum og skíðabrekkurnar eru rétt handan við hornið.
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi.
Ferðamannaskatturinn í Austurríki er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá miðbæ: Við miðbæinn í Hinterglemm
- Frá skíðalyftu: Rétt hjá skíðakláfnum Reiterkogelbahn
- Frá flugvelli: Salzburg flugvöllur: 90 km.
- Frá flugvelli: Innsbruck flugvöllur: 161 km.
- Frá flugvelli: Munich flugvöllur: 181 km
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Gestamóttaka
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Heilsulind
- Gufubað
- Upphituð skíðageymsla
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Sturta
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður