Singapore, Víetnam, Taíland og Hong Kong
Sigling í Suðaustur Asíu
Myndagallerí
Helsinki, Singapore, Víetnam, Taíland og Hong Kong
Celebrity Solstice
26. febrúar - 18. mars
Fararstjóri Gunnhildur Gunnarsdóttir
UPPSELD
Helsinki, Finnland - Singapore, Bangkok og Ko Samui –Taílandi, Hanoi, Hue/Danang, Nha Trang og Ho Chi Minh – Vietnam, og Hong Kong - Kína,
Stutt ferðalýsing
26. febrúar er flogið með Icelandair til Helsinki að morgni, deginum eitt í Helsinki og flogið síðan áfram til Singapore með Finnair um kvöldið. þrjár nætur í Singapore áður en haldið er í siglinguna með Celebrity Solstice. Viðkomustaðir í siglingunni eru Ko samui og Bangkok í Tailandi og síðan er komið við á fjórum stöðum í Víetnam aður en komið er til Hong Kong þar sem gist er síðustu tvær næturnar flotið aftur til Helsinki og áfram til Keflavíkur 18. mars.
Celebrity Solstice
Celebrity Solstice fór í sína jómfrúarferð 10.ágúst 2008 og allt endurnýjað 2016. Skipið er er 122.000 lestir, 317 metrar á lengd og með rými fyrir 2850 farþega. Solstice er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.
Á 14. þilfari er skokkbraut, setustofur, veitingastaður og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa® . Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur,kaffihús, ísbúðir o.fl. Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano, sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille, sem býður ítalska rétti og lúxus steikur. Silk Harvest er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á vissum veitingastöðum, en alls eru tíu veitingastaðir um borð í Solstice.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar, taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhérðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters kenna ykkur að þekkja höfug vín og velja það besta um borð.
Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Solstice ógleymanlega.
VISTARVERUR
Rúmgóðir klefar, ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, snyrtiborði , minibar *) öryggishólfi og 32“ LCD sjónvarpi . Hægt er að bóka skoðunarferðir) og panta herbergisþjónustu *) í klefann í gegnum sjónvarpið. Aðgangur er að þráðlausu neti. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er allan sólarhringinn.*) gegn greiðslu
Flugtafla
Flugnúmer | Dags | Brottför | KL. | Áfangastaður | KL. |
FI 342 | 26. febrúar | Keflavík | 07:30 | Helsinki | 13:00 |
AY 131 | 26. febrúar | Helsinki | 23:55 | Singapore | 18:30+1 |
AY100 | 17. mars | Hong Kong | 21:35 | Helsinki | 05:30 +1 |
FI 343 | 18.mars | Helsinki | 14:00 | Keflavík | 15:55 |
Siglingarleið
Dags | Áfangastaður | Koma | Brottför |
2. mars | Singapore, Singapore | 18:00 | |
3. mars | Á siglingu | ||
4. mars | Ko Samui, Taílandi | 08:00 | 18:00 |
5. mars | Bangkok/Leamchabang, Taílandi | 08:00 | |
6. mars | Bangkok/Leamchabang, Taílandi | 17:00 | |
7. mars | Á siglingu | ||
8. mars | Ho Chi Minh (Phu My,) Víetnam | 07:00 | 18:00 |
9. mars | Nha Trang, Vietnam | 09:00 | 17:00 |
10. mars | Hue/Danang (Chan May), Vietnam | 10:00 | 21:00 |
11. mars | Á siglingu | ||
12. mars | Hanoi (Halong Bay) Vietnam | 08:00 | |
13.mars | Hanoi (Halong Bay) Vietnam | 19:00 | |
14.mars | Á siglingu | ||
15. mars | Hong Kong, Kína | 06:00 |
Miðvikudagur 26. febrúar, Keflavík – Helsinki
Flogið er með Icelandair frá Keflavík til Helsinki kl. 07:30 og lent í Helsinki kl. 13:00. á flugvellinum í Helsinki bíður rúta eftir hópnum og farið í stutta skoðunarferð sem hefst á hádegisverði. Eftir ferðina er farið í ekta Finnskt sauna og kvöldverður í framhaldi. Gott að taka gott gufubað áður en haldið er í flugið til Singapore. Eftir kvöldverðinn er haldið út á flugvöll og flugið er áætlað kl. 23:55 með Finnair. Flugið til Singapore tekur um 12 og hálfa klukkustund.
Fimmtudagur 27. febrúar, Singapore
Eins og fyrr segir þá tekur flugið um 12 og hálfa sklukkustund og er lending kl. 18:30 að staðartíma í Singapore. Þá er ekið beint á hótel The Robertson House Hotel í þrjár nætur í Singapore.
Singapore
Singapore er lítið land nánartiltekið lítil eyja í Suðaustur-Asíu þar sem yfir 5 milljónir manns búa. Fjögur opinber tungumál eru töluð þ.e. enska, kínverska, malay og tamíl. Flestir íbúar eru búddisma trúar en einnig tíðkast líka kristintrú, Islam og hindúatrú. Eftir að landið fékk sjálfstæði hafa breytingarnar orðið gríðarlegar. Á aðeins 150 árum hefur heimsborgin Singapore orðið ein mesta hafnarviðskiptaborg heims og þekkt fyrir umskipanir. Borgin er leiðandi á ýmsum sviðum til að mynda er hún ein af fjórum leiðandi borgum heims á sviði fjármála, næst stærsta borg í heimi þegar kemur að spilavítum og fjárhættuspilum og ein af þremur stærstu borgum hvað varðar olíuhreinsun. Þetta gerir landið að einu ríkasta landi heims.
Veðurfarið er einstaklega gott og hlýtt allt árið um kring en þó rignir yfirleitt daglega en aldrei meira en klukkutíma í einu. Maturinn er mjög bragðgóður, mikið er um tískuvöruverslanir og háklassa merki. Hægt er að sigla á Singapore River og kynnast menningu „litla" Indlands, skoða Chinatown (Kínahverfið) og Geylang. Því næst að kanna Mangrove skóg, Pasir Ris Park og sjá Merlion sem er þekktasta tákn Singapore.
Að koma til Singapore er eins og að stíga inn í heim þar sem bænakall keppir við hringiðu kapítalisma, þar sem gamalmenni spila Mah-jongg á götum úti og hvítklæddir leikmenn slá boltann á vel hirtum Cricket velli. Fjölbreyttur lífsstíll, menning og trúarbrögð þrífst þarna innan ramma vel skipulagðs samfélags. Singapore er tandurhrein nútímaborg með grænum svæðum og þarna búa um 4,6 milljónir manna, þar á meðal margir útlendingar. Á suðurhluta eyjarinnar er Singapore borg, með háreistum skrifstofubyggingum og hafnarsvæði. Af heildar landsvæði Singapore er meira en helmingur byggður, en annað samanstendur af görðum, ræktuðu landi, plantekrum, mýrarsvæðum og skógi. Vel malbikaðir vegir tengja alla hluta eyjarinnar og Singapore borgin hefur framúrskarandi almenningssamgöngukerfi.
Föstudagur 28.febrúar, Singapore
Eftir morgunverð er haldið í um fjögra tíma skoðunarferð um Singapore.
Skýjakljúfar borgarinnar eru magnaðir og við ökum m.a. framhjá Þinghúsinu, Krikket klúbbnum, Hæstarétti og Ráðhúsi borgarinnar. Næst sjáum við eitt elsta og merkasta musteri borgarinnar en það er Búddha hofið „Thian Hock Keng“,áður en ekið er framhjá Kínahverfinu. Ekið framhjá Kínahverfinu að hinum dásamlega garði „The Singapore Botanic Gardens“ og göngum um einn fegursta blettinn þar sem 60.000 orkídeur blómstra. Ferðinni klýkur með göngu um indverska hverfið „Litla Indland“ en í þessu gamla borgarhveri hefur karakter og arkitekúr haldist óbreyttur í áranna rás.
Laugardagur 1. mars. Singapore
Frjáls dagur í Singapore og boðið upp á kvöldferð sem er valkvæð.
Sunnudagur 2. mars Celebrity Solstice.
Morgunverður á hótelinu og um hádegi er Tékkað út og ekið niður á bryggju þar sem að Celebrity Solstice bíður eftir að leggja af stað í siglinguna. Brottför er kl 18:00 og gaman að ganga um skipið og byrja að njóta áður en lagt er frá bryggju í Singapore.
Mánudagur 3. mars - Á siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og á meðan siglt er til Tailands.
Þriðjudagur 4. mars, Ko Samui, Taílandi
Ko Samui, önnur stærsta Taílenska eyjan, liggur við austurströnd Kraeiðisins í Taílandsflóa. Hún er þekkt fyrir pálmum prýddar strendur, kókospálmalundi og þykkan regnskóginn sem þekur fjöllin, en einnig fyrir lúxusdvalarstaði og flottar heilsulindir. Eitt helsa kennileiti svæðisins er 12 metra há logagyllt Búdda-stytta í Wat Phra Yai hofinu, en það stendur á pínulítilli eyju sem tengist Ko Samui með upphlöðnum vegi.
Miðvikudagur 5. og fimmtudagur 6. mars, Bangkok/ Laem Chabang - Taílandi
Bankok er borg mótsagna: Háreystar byggingar, vinsælir skemmtistaðir og síðan gullin musteri og lífleigir markaðir.
Thailand hefur verið sjálfstætt ríki síðan árið 1238 og er höfuðborgin Bangkok. Íbúar landsins eru ríflega 65 milljónir og eru langflestir eða um 95% búddatrúar. Landið er 514 þúsund ferkílómetrar að stærð og er um 28% af því ræktað land. Flestir eða um 49% íbúanna stunda landbúnað, 14% vinna við iðnað og 37% starfa í þjónustugeiranum. Gjaldmiðill Thailendinga heitir batt. Celebrity Solstice liggur við briggju yfir nótt, þannig það er tveggja daga stopp.
Föstudagur 7. mars. - Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.
Laugardagur 8. mars. Ho Chi Minh (Phu My) - Víetnam
Ho Chi Minh borg hét áður Saigon. Stórborg með fjölskrúðugu mannlífi og mikilli umferð. Víða má sjá kirkjur og reisulegar byggingar frá nýlendutíma Frakka. Matarmenning, verslun og næturlíf er hreint framúrskarandi.Á mörgum stöðum eru minnismerki sem minna á stríðið í Víetnam gegn Bandaríkjunum. Eitt magnaðasta stríðsminjasafnið er í Saigon og Cu Chi-göngin fyrir utan borgina eru ótrúlegt mannvirki.
Sunnudagur 9. mars Nha Trang, Víetnam.
Nha trang er staðsett á suðurhluta Vietnam og þekktust fyrir óspillt og fallegar strendur. Mikið er um fallegar strendur og veitingastaði með margvíslegu sjávarfangi. Mikið er lagt upp úr vatnsíþróttum og undursamlegt að snorkla eða að eiga hluta út deginum á ströndinni. Rétt við ströndina eru litrík falleg fiskiþorp og kyrrlátir veitingastaðir.
Mánudagur 10. mars. Hue/Danang (Chan May) - Víetnam
Nguyen-keisaraættin setti þessa fyrrverandi höfuðborg landsins á stofn á 17. öld á bökkum Ilmvatnsár. Í dag er borgin eins og tröllaukið útisafn með musterum, pagóðum, höllum og grafhýsum. Þar er upplagt að skoða keisarakastalann, taka sér síðan ferð með báti eftir ánni og sjá grafhýsi keisaranna og Thien Mu-pagóðuna.
Þriðjudagur 11. mars - Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu. áður en það er komið til Hanoi eða Halong Bay.
Miðvikudagur 12 og fimmtudagur 13. mars, Hanoi (Halong Bay) - Víetnam
Áætluð koma er kl. 8:00 og skipið liggur við bryggju um nóttina.
Hanoi hefur í gegnum söguna verið höfuðborg Víetnam nokkrum sinnum og er það aftur núna. Borgin er upphaflega byggð í kringum Imperial Citadel sem nú er húsnæði hersins. Hanoi skiptist í fjögur aðal hverfi, Quan. Hoan Kiem hverfið er nefnt eftir vatninu í miðju þess. Þar eru flestir ferðamennirnir. Rétt norðan við vatnið er elsti hlutinn,Old Quarter, heillandi samsafn af fornum götum. Sunnan við vatnið munt þú finna nútímalegan hluta miðborgarinnar sem var áður franski hlutinn. Í norðvesturhlutanum, Ba Dinh hverfinu, er dýragarðurinn, Ho Chi Minh grafhýsið og West Lake svæðið. Halong Bay er á heimsminjaskrá UNESCO og er um 175 km vestur af Hanoi. Þetta jarðfræðilega undraland samanstendur af sem rísa úr blágrænum sjónum.
Föstudagur 14. mars- Á siglingu
Síðasti dagurinn á siglingu og þá þarf að njóta þess sem er í boði á skipinu eða njóta alls þess sem hugurinn girnist.
Laugardagur 15. mars Celebrity Solstice - Hong Kong
Celebrity Solstice leggur að bryggju kl. 06:00 að morgni, eftir morgunverð er farið frá borði og beint í skoðunarferð um borgina.
Sjáum helstu kennileiti borgarinnar, heimsækjum m.a. Aberdeen fiskimarkaðinn og förum á Viktoríutind, 550 m hátt fjall á eynni þar sem auðmenn borgarinnar búa. Tekinn er togbrautarvagn upp á topp til að njóta hið mikla útsýnis. Eftir skoðunarferðin er komið á hótel um miðjan dag. hótelið er Regal Kowloon og þar verður gist í tvær nætur áður en lagt er af stað heim á leið.
Hong Kong.
Borgin Hong Kong stendur á lítilli eyju við suðurströnd Kína og er eitt þéttbýlasta svæði jarðar með sjö milljónir íbúa. Borgin var áður bresk nýlenda en Kínverjar fengu yfirráð yfir henni 1997. Hún hefur þó yfirráð yfir eigin málefnum að utanríkis- og varnarmálum undanskildum. Þar er margt að sjá eins og Happy Valley-veðreiðabrautin og jafnvel þótt fólk hafi ekki minnsta áhuga á veðreiðum gefur heimsókn á skeiðvöllinn fágæta innsýn í menningu Hong Kong. Stjörnuferjan tengir miðborg Hong Kong við Kowloon-skaga með mörgum ferðum á dag og af ferjunni er magnað að virða fyrir sér útlínur hinnar háreistu borgar þar sem þær ber við himin – og svo kostar ferðin nánast ekki neitt! Ekki er loku fyrir það skotið að sjáist djúnka eða tvær – hin sérkennilegu flatbotna kínversku seglskip. Á Viktoríutindi, 550 m háu fjalli á eynni, búa auðmenn borgarinnar. Hægt er að taka togbrautarvagn upp á topp og njóta frábærs útsýnis.
Sunnudagur 16. mars - Hong Kong
Heill dagur í Hong Kong og boðið verður upp á hálfs dags skoðunarferð sem er valkvæð og verður auglýst síðar.
Hong Kong er annað af tveimur sérstaklega stjórnuðum svæðum í Kína (special administrative regions/SARs), hitt svæðið er Macau. Hong Kong er staðsett á suðurströnd Kína og markast af Pearl River Delta og Suður-Kínahafi. Hong Kong er þekkt fyrir glæsilega skýjakljúfa og náttúrulega höfn. Landsvæðið sem er aðeins um 1.104 km2 með íbúafjölda um sjö milljónir gerir Hong Kong að einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar.
Hong Kong varð bresk nýlenda eftir fyrsta ópíum stríðið (1839–1842). Nýlendan takmarkaðist upphaflega af Hong Kong eyju, en við nýlenduna bættist síðan Kowloon árið 1860 og síðan svokölluð New Territories árið 1898. Meðan á Kyrrahafsstríðinu stóð hertóku Japanir svæðið en Bretar náðu aftur yfirráðum eftir lok heimstyrjaldarinnar og héldu því til 1997, þegar Kína tók við svæðinu. Allt hefur þetta haft áhrif á menningu á svæðinu sem oft er lýst sem "Austrið mætir vestrinu".
Hong Kong eyja og Kowloon eru aðskilin með Victoria höfninni. Á Hong Kong eyju nær miðborgin aðeins nokkra kílómetra til suðurs þar til fjöllin rísa upp. Borgin nær svo nokkra kílómetra norður til Kowloon.
Mánudagur 17. mars Hong Kong - heimferð
Morgunin tekin rólega, tékkað út af hótelinu um hádegi og farið í létta skoðunarferð í Po Lin Klaustrið og farið með kláfi upp að klaustrinu og farið í Po Lin Musterið og þar er snæddur síðbúin hádegisverður eftir það er fráls tími í Ngong Ping þorpinu þar til að farið er aftur með kláfnum niður og ekið út á flugvöll. Flogið til baka með Finnair kl. 21:35 til Helsinki og lent þar að staðartíma kl. 05:30 að morgni 18. mars. Flugið tekur tæpa 14 klst.
Þriðjudagur 18. mars Helsinki - Keflavík
Lending í Helsinki kl 05:30 að staðartíma og flug frá Helsinki til Keflavíkur kl 14:00 lending í Keflavík kl. 15:55.
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef SIN
13 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
HKDHong Kong dollar
Gengi