fbpx Aaritz hotel, Selva

Aaritz
4 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Hótel Aaritz er mjög gott fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett miðsvæðis í Selva, beint á móti Ciampinoi-lyftunni eða í um 10 metra fjarlægð.

Óhætt er að fullyrða að allar vistarverur séu hinar glæsilegustu á Aaritz og er hótelið tilvalið fyrir þá sem vilja virkilega dekra við sig á meðan dvölinni stendur.

Hótelstjórinn leggur allt kapp á að skapa þægilegt og afslappandi andrúmsloft og má segja að gestir upplifi þá stemningu um leið og gengið er inn í móttökusal hótelsins, en þar er stór og notaleg setustofa þar sem ávallt er kveikt upp í arninum þegar hótelgestir koma heim af skíðum og úrval drykkja er á hótelbarnum. Frá setustofunni liggur glæsilegur stigi uppí veitingasalinn, sem er á 2.hæð hótelsins.

Hægt er að velja á milli tvenns konar herbergja. Annars vegar er hægt að fá hefðbundið tveggja manna herbergi sem er mjög makindalegt og stílhreint. Hins vegar er einnig val um aðrar herbergjatýpur (comfort, superior eða svítur) sem eðlilega eru stærri og betur útbúin. Með aukarúmum geta mest fjórir gestir gist í svítu. Öll herbergi eru með flatskjá, þráðlausa nettengingu, síma og loftræstingu/kyndingu. Baðherbergi eru með baðkar eða sturtu og hárþurrku. 

Öll önnur aðstaða á hótelinu er fyrsta flokks. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, heilsulind, sauna, blautgufa og hvíldarherbergi. Aðgangur innifalinn í verði. 

Hægt er að skíða beint frá hótelinu í skíðalyftu og að hótelinu í lok dags.

Innifalið er hálft fæði, sem er morgunverður og kvöldverður. Maturinn sérlega góður og þjónusta fyrsta flokks.

Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi.

*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. 

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 192 km
 • Frá miðbæ: Í miðbænum
 • Frá skíðalyftu: 10 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Þráðlaust net
 • Sundlaug: Innisundlaug
 • Líkamsrækt
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Veitingastaður

Vistarverur

 • Herbergi
 • Loftkæling
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun