fbpx Abora Catarina, fjölskylduhótel á Playa del Inglés

Abora Catarina Hotel, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Abora Catarina er fjölskylduhótel með öllu inniföldu á miðri Ensku ströndinni (Playa del Inglés) á Gran Canaria, skammt frá hinum tilkomumiklu Maspalomas-sandöldum sem teljast meðal helstu náttúruundra Spánar. Hótelið fékk nýverið yfirhalningu og er stefnan að bjóða uppá skemmtilega og fjölskylduvæna stemningu. Einnig er boðið uppá svæði einungis fyrir fullorðna sem er með öllu inniföldu. 

Á hótelinu eru flottar sundlaugar, skemmtidagskrá bæði inni og úti og barnadagskrá fyrir mismunandi aldurshópa. Markmiðið er að upplifunin sé bæði skemmtileg en einnig afslöppuð.

Á hótelinu eru um 410 rúmgóð herbergi. Í hverju herbergi eru tvö rúm (eða tvöfalt rúm) og svefnsófi. Baðherbergi eru með sturtu. Hárþurrka er á öllum herbergjum. Herbergin eru með gervihnattasjónvarp, síma, smábar, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu (á sumrin) og þráðlausu netsambandi. 

Á aðalveitingastaðnum á hótelinu er lagt upp með fjölbreytta rétti á hlaðborði kvölds og morgna. Einnig er sérstakt svæði fyrir börnin og ,,food court". Á því svæði er hægt að fá ítalskan mat, þar er hamborgarastaður og heilsuhorn. Hægt er að kaupa hálft fæði – morgunverð og kvöldverð.

Fimm sundlaugar eru við hótelið og er ein þeirra barnalaug sem er upphituð á veturna. Við sundlaugarbarinn er einnig verönd og svo er bar við gestamóttökuna.
Hægt er að fá alls kyns drykki á þeim báðum, ýmsa ávaxtasafa og kokteila. Einnig fást svokallaðir ,,premium drinks" á góðu verði. 

Í Gestamóttöku og á barnum er frítt þráðlaust net.

Ekki skortir afþreyingu. Hægt er að nýta líkamsræktina og skrá sig í tíma eða fara í vatnsleikfimi. Einnig geta hótelstarfsmenn mælt með afþreyingu í nágrenninu. 
Hægt er að fá barnapössun (gegn gjaldi).

Strætó gengur niður á strönd og á Lopesan Meloneras-golfvöllinn. 

Abora Catarina er hannað til að mæta þörfum flestra og bjóða uppá einstaklega fjölbreytta þjónustu. Stemningin á að vera létt og skemmtileg og hönnun og andrúmsloft samkvæmt því. 
Hver og einn á að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og garðurinn er algjört ævintýraland með pálmatrjám og fallegum gróðri.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
 • Strönd: 100 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun