fbpx Abora Continental, Playa del Inglés | Vita

Abora Continental, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótel Abora Continental

Abora Continental er fallegt og reisulegt hótel á frábærum stað í miðbæ Playa del Inglés, eða á ensku ströndinni, vinsælustu ferðamannaströndinni á þessari sólríku eyju, Gran Canaria.

Á hótelinu eru rétt tæplega 400 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru fallega og skemmtilega innréttuð með ljósum húsgögnum en litríkum veggjum og púðum inn á milli. Parket er á gólfum í herbergjunum. Flest herbergin eru með svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergin eru snyrtileg og flísalögð en þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.

Þegar kemur að veitingum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat á girnilegu hlaðborði þar sem fjöldinn allur er af valkostum til dæmis salöt, ávextir, kjöt, súpur o.s.frv. Nokkrum sinnum í viku eru þemakvöld á veitingastaðnum. Á hótelinu er líka snakkbar sem er opinn yfir daginn. Vinsamlega tilkynnið fæðuóþol eða ofnæmi við innritun á hótelið. 
Í sundlaugargarðinum er bar með skemmtilegu útisvæði þar sem er fullkomið að setjast niður með kaffi, kokteil eða svalandi drykk og njóta þess að vera í fríi. Einnig er bar í anddyri hótelsins.

Hótelgarðurinn er stór og hentar vel fyrir sóldýrkendur sem vilja helst flatmaga við sundlaugina allan daginn. Þar eru tvær sundlaugar og fjórir heitir pottar. Þeir sem vilja vera aðeins virkari í fríinu geta farið í ræktina á hótelinu, í vatnazumba eða aðra hreyfingu og svo hentar staðsetning hótelsins afar vel fyrir alls konar íþróttaiðkun, vatnaíþróttir og gönguferðir. Hótelið stærir sig af því að hugsa vel um börn Leiktæki eru fyrir börnin í garðinum og einnig borðtennisborð, billjarðborð og margt fleira til afþreyingar en krakkaklúbbur er á hótelinu fyrir börn á aldrinum 4-12 ára.
 
Hótelið hentar vel fyrir flestar tegundir ferðamanna, hvort sem þeir eru mjög virkir eða vilja bara slaka á. Stutt er í allt á Playa del Inglés en ljúft veðurfar gerir staðsetninguna frábæra fyrir þá sem vilja eiga eftirminnilegt frí á einstökum stað.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 28 km
 • Frá strönd: Stutt á ensku ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Nettenging
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Barnaleiksvæði
 • Barnadagskrá
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Skemmtidagskrá

Vistarverur

 • Herbergi
 • Minibar
 • Loftkæling
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið, Hálft fæði, Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun