fbpx Aguamar, íbúðahótel á mjög góðum stað. Stutt frá strönd í Los Christianos.

Aguamar Apartments, Los Cristianos
3 stars

Vefsíða hótels

Þægilegt íbúðahótel á mjög góðum stað, 5 mínútur frá miðbænum og 10 mínútur frá ströndinni í Los Christianos. Fjöldi veitingastaða og skemmtilegra verslana í næsta nágrenni. Fyrir þá sem það kjósa er stutt yfir á Amerísku ströndina í verslunarmiðstöðvar og óstöðvandi næturlíf.

Í hótelinu er 140 snyrtilegar íbúðir af nokkrum stærðum, allt frá því að vera tveggja manna stúdíó og upp í íbúðir með tveimur svefnherbergjum og stofu sem rúma allt að sex einstaklinga.
Tveggja svefnherbergja íbúðirnar eru sérpantaðar, þær eru ekki í bókunarvél.
Innréttingar eru klassískar og þægilegar, úr millibrúnum við. Parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar sjónvarpi með gervihnattarásum, síma og eldhúskrók með ísskáp, örbylgjuofni, hellum, kaffivél og brauðrist, auk tilheyrandi eldhúsáhalda. Á baðherbergjum er baðker með sturtu. Öryggishólf og þráðlaus nettenging er í boði gegn gjaldi. Við allar íbúðirnar er verönd eða svalir búnar húsgögnum.
Vert er að taka fram að það er ekki loftkæling á herbergjum en það er vifta. 
Morgunverður er borinn fram í veitingasal og þar má einnig snæða ljúffengan kvöldverð. 

Í hótelgarðinum er sundlaug með sérsvæði fyrir börnin. Það getur tekið á að leyfa sólina sleikja sig til lengri tíma og því kemur það sér vel að stutt er á sundlaugarbarinn þar sem hægt er að fá hleðslu á batteríin á formi snarls eða fljótandi veitinga af ýmsu tagi. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og hægt er að spila mínígolf, billjarð, borðtennis og ýmislegt fleira.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er veitt aðstoð við bílaleigu, gjaldeyrisskipti, upplýsingar um skoðunarferðir og miðakaup. Fyrir þá sem ekki vilja snúa aftur heim með fulla ferðatösku af óhreinataui er upplagt að nýta sér myntþvottavélarnar í þvottahúsi hótelsins. 

Aguamar er á frábærum stað í Los Cristianos. Verslanir og veitingastaðir eru allt um kring, aðeins fimm mínútna gangur í miðbæinn og 10 mínútur á ströndina. Parque Santiago 6 verslunarmiðstöðin í um 1 km fjarlægð. Strandgatan er falleg og við hana er fjöldi skemmtilegra veitingastaða og kráa. Stutt er í vatnasport af öllum gerðum auk vatna- og skemmtigarða.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 17 km
 • Miðbær: 5 min frá miðbænum
 • Strönd: 10 min frá Los Christianos ströndinn
 • Veitingastaðir: Veitingasalur á hóteli og veitingastaðir allt um kring.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun