fbpx Albir Playa. Notaleg stemning. Milli Altea og Benidorm.

Albir Playa Hotel
4 stars

Vefsíða hótels

Albir Playa er staðsett rétt hjá fallegu ströndinni El Albir í huggulegu umhverfi.

Hótelið er mitt á milli listamannabæjarins Altea og hins líflega Benidorm-bæjar. Albir-ströndin er í um 15 min göngufjarlægð og þar er hægt að stinga sér í kristaltæran sjóinn.

Á hótelinu er meðal annars í boði sundlaugar bæði fyrir börn og fullorðna, leikvöllur, tveir veitingastaðir, skemmtidagskrá og fjölbreyttar dekurmeðferðir í glæsilegri heilsulind.
Einnig er barnaklúbbur á svæðinu fyrir 4-12 ára sem starfræktur er frá 15. júní til 15. september.
Heimsókn í Terra Mitica-skemmtigarðinn sem er að finna í næsta nágrenni er skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna.

Fyrir þá sem vilja hreyfa sig þá er mögulegt að leigja reiðhjól í gestamóttöku og njóta þess að hjóla eftir strandlengjunni. Í nágrenninu er einnig að finna flotta golfvelli sem henta byrjendum sem lengra komnum.

Herbergin eru fallega innréttuð, öll með baðkari, loftkælingu og svölum.

Fæði: möguleiki á hálfu fæði ( morgunverður og kvöldverður).

Hótelið er með handklæði til leigu fyrir hótelgesti gegn vægu tryggingargjald sem fæst endurgreitt í lok dvalar ef gestir hafa ekki skilað þeim. Þessi handklæði má bæði nota í garðinum og fara með á ströndina.

Albir Playa Hotel er gott fjögurra stjörnu hótel með góða aðstöðu.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 68 km
 • Frá miðbæ: 10-15 mín gangur
 • Frá strönd: 1 km
 • Veitingastaðir: 200 m

Aðstaða

 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds á sameiginlegum svæðum og herbergjum
 • Barnasundlaug
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Barnaleiksvæði
 • Barnadagskrá
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Skemmtidagskrá

Vistarverur

 • Herbergi
 • Minibar
 • Loftkæling
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi 4 evrur á dag
 • Sjónvarp

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun