AluaSoul Costa Adeje
Vefsíða hótels
AluaSoul Costa Adeje er glæsilegt og að fullu endurnýjað 4 stjörnu hótel sem mun opna 1. nóvember 2024. Það er hluti af Hyatt hótelkeðjunni og er eingöngu fyrir fullorðna.
Staðsetningin er góð og er hótelið rétt við Puerto Colón höfnina og í um 200 metra fjarlægð frá Torviscas ströndinni. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu sem bjóða upp á fjölbreyttan mat, bæði af hlaðborði og matseðli. Einnig eru tveir barir þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Sundlaugargarðurinn er með góðum sólbekkjum og sundlaug og einnig er hægt að sleikja sólina í sólbaðsaðstöðu á þaki hótelsins. Lítil líkamsræktaraðstaða er á hótelinu með hlaupabretti og tækjum. Þráðlaust internet er um allt hótelið.
Herbergin eru falleg og innréttuð í ljósum litum. Hægt er að velja á milli standard og superior herbergja. Loftkæling er á öllum herbergjum, öryggishólf, sjónvarp og minibar. Baðherbergin eru með sturtu og baðvörum.
"My Favorite Club" þjónustan felur í sér aðgang að aðstöðu þar sem hægt er að fá kaffi, te, drykki og snarl, einnig að sérstöku sólbaðssvæði á þaki hótelsins. Late check out er hægt að fá eftir bókunarstöðu og "My Favorite Club" gestir fá "welcome" drykk á herbergið við komu á hótelið.
AluaSoul er spennandi kostur fyrir þá sem vilja njóta frísins í rólegheitum og fallegu umhverfi.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Sundlaugabar
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Lyfta
- Líkamsrækt
Vistarverur
- Verönd/svalir
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Sturta
- Baðvörur
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður, Hálft fæði, Allt innifalið