fbpx Ambar Beach. Vel búnar íbúðir. Calpe svæðið.

Ambar Beach íbúðir, Calpe
2 stars

Vefsíða hótels

Ambar Beach er einfalt en fínt íbúðahótel. Í öllum íbúðum eru fullbúið eldhús, þvottavél, loftkæling, sjónvarp, þráðlaust nettenging og rúmgóðar svalir sem allar hafa garðsýn.

Lítill garður með tveimur sundlaugum og barnalaug.

Við hlið hótelsins er fjögurra stjörnu hótel, AR Diamante Beach SPA Hotel and Convention Centre, í eigu sömu aðila, og hafa gestir á Ambar Beach aðgang að allri aðstöðu þar, m.a. veitingastöðum, kaffihúsi, bar, heilsulind og líkamsrækt. Einnig geta gestir nýtt sér barnaklúbbinn og skemmtidagskrá á Diamante sem opin er frá miðjum júní fram í miðjan september. Innangengt er á milli hótelanna. 

Í Júní og Júlí eru lyklar að íbúðunum sóttir í móttöku á 1 hæð Ambar Beach sem er opin frá 9-22. Aðra mánuði ársins þarf að nálgast lyklana í byggingu sem heitir Turmalina, u.þ.b. 500-700 metrum frá íbúðunum, og þar er opið allan sólarhringinn. Fararstjóri fylgir farþegum að ná í lykla, sem hafa bókað akstur til og frá hóteli fyrir brottför.

Þrif eru ekki innifalin, en hægt er að greiða fyrir þrif:

Íbúð með einu svefnherbergi, 26 EUR skiptið.

Íbúð með tveimur svefnherbergjum, 38 EUR skiptið.

Íbúð með þremur svefnherbergjum, 50 EUR skiptið.

Íbúðunum fylgja handklæði.
Greiða þarf tryggingargjald við komu sem er endurgreitt við brottför.

Ambar Beach er fínasta íbúðahótel fyrir þá sem vilja góða aðstöðu á hagstæðu verði.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 65 km
 • Frá miðbæ: 2,5 km
 • Frá strönd: 200 metrar
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Nettenging: þráðlaus nettenging í íbúðum án endurgjalds
 • Barnasundlaug
 • Sundlaug
 • Gestamóttaka

Vistarverur

 • Íbúðir: með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum
 • Ísskápur
 • Kaffivél
 • Loftkæling
 • Sjónvarp

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun