fbpx Amira Luxury resort & Spa, Rethymnon | Vita

Amira Luxury resort & Spa, Rethymnon
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt 5 stjörnu lúxushótel aðeins 10 km frá iðandi mannlífinu í miðbænum í Rethymnon. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna eða eldri en 15 ára.

Hótelið er á einkaströnd sem er innan við 15.000 metrar og á því eru 172 vistarverur, bæði herbergi sem rúma tvo til þrjá og svítur með eða án einkasundlaugar sem rúma þrjá til fjóra. Allar herbergjatýpurnar eru með "walk in" sturtu, stækkunarspegli, hárblásara, sloppum og inniskóm, sundlaugarhandklæðum, loftkælingu, þráðlausu interneti, USB tenglum, örgyggishólfi, vatnskatli, Espresso kaffivél, minibar, straujárni og strauborði.

Þrír veitingastaðir eru á hótelinu, Nisos sem býður upp á bæði morgun- og kvöldverðarhlaðborð og A la carte veitingastaðirnir Almyra og Kritamo. Einnig eru þrír barir, aðal barinn Oniro þar sem hægt er að njóta flottra kokteila frá morgni fram á kvöld og njóta hrífandi útsýnisins yfir Eyjahafið og svo sundlaugarbarinn Asterias og strandbarinn Votsalo. Á kvöldin er boðið upp á ýmsa skemmtidagsrká.

Flott heilsulind er á hótelinu sem býður m.a. upp á slökunarherbergi, alls konar meðferðir, paraherbergi með nuttpotti og hægt er að fá hand- og fótsnyrtingu og hárgreiðslu. Á móti heilsulindinni er flott 150 fermetra líkamsræktaraðstaða.

Vinsamlega athugið að fararstjóri VITA er staðsettur í Chania en hægt er að ná í hann í þjónustusíma.

Ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 4 EUR á mann á nótt.

Fjarlægðir

 • Miðbær: 17 mín akstur
 • Strönd: Við strönd
 • Flugvöllur: 70 km

Aðstaða

 • Expresso kaffivél
 • Sturta
 • Sundlaug
 • Te eða kaffivél
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Baðsloppar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Handklæði fyrir hótelgarð
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun