fbpx Apartamentos Bajondillo, Torremolinos | Vita

Apartamentos Bajondillo, Torremolinos
4 stars

Vefsíða hótels

Bajondillo hótelið er skemmtilegt, stórt íbúðahótel á góðum stað við snyrtilega strandlengju Torremolinos og kristalstært Miðjarðarhafið.

Á hótelinu eru 622 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir, fyrir tvo fullorðna og eitt barn, og íbúðir með einu herbergi sem eru fyrir allt að fjóra fullorðna og eitt barn. Íbúðirnar eru bjartar og snyrtilegar með hvítmálaða veggi og klassískar innréttingar. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, sími og öryggishólf. Allar íbúðirnar eru með eldhús með ísskáp og öllu því helsta sem þarf fyrir einfalda matargerð. Einnig eru þar borðkrókur, setustofa og svalir eða verönd með útihúsgögnum og frábæru útsýni út á Miðjarðarhafið. Á baðherbergjum er baðkar eða sturta og hárþurrka.

Á hótelinu er kaffihús/bar þar sem morgunverður er framreiddur á hlaðborði. Einnig er veitingastaður þar sem réttir eru bornar fram utandyra og gestir geta notið matarins og útsýnisins um leið. Síðast en ekki síst er tapas veitingastaður við sundlaugina svo gestum gefast tækifæri til að njóta spænskrar matarmenningar.

Í hótelgarðinum er góð sundlaug, þar eru sólbekkir og sólstólar en einnig er hægt að slaka á í hengirúmum. Gróður er í kringum Ýmislegt er hægt að finna sér til skemmtunar á hótelinu, t.d. er þar bókasafn og leikjaherbergi en einnig er borðtennisborð í garðinum svo hægt er að virkja keppnisskapið aðeins. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði, bæði yfir daginn og á kvöldin en til dæmis er stundum í boði lifandi tónlist eða danssýningar. Á sumrin er sérstök skemmtidagskrá fyrir börn. 

Stutt frá höfninni og auðvelt að komast í skemmtigarða, vatnsleikjagarða og fleiri viðkomustaði í Torremolinos. Frí bílastæði og frítt skutl frá flugvellinum auðvelda gestum að komast til og frá hótelinu og ferðast um svæðið. Sjálfsafgreiðsluþvottahús er í byggingunni sem er mjög þægilegt, sérstaklega þegar ferðast er með börn.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 7 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Strönd: Við Bajondillo strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og kynding
 • Ísskápur: Lítill

Fæði

 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun