fbpx Armin

Armin

Vefsíða hótels

Gott þriggja stjörnu „Superior"  hótel þar sem eigendur hótelsins,  Armin fjölskyldan, hugsa af einstakri natni um gesti sína.  Hótel Armin er við aðalgötuna í Selva og um 400 metrar eru að Ciampinoi kláfnum, sem gengur upp á skíðasvæðið í Selva. Hótelið er með litla hótelskutlu og geta gestir pantað far með bílnum.

Tveggja manna herbergi eru:
Comfort, sem eru 23-26m2 og taka 2-3
Superior" sem eru 30-40m2 og taka 2-4.
Herbergin eru nýlega uppgerð, öll með  síma, sjónvarpi, öryggishólfi, þráðlausu interneti og hárþurrku. Baðherbergi eru falleg ýmist með sturtu eða baði.
Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus.

Einbýli eru örfá og ekki með svölum.

Á hótelinu er bar og maturinn er fyrsta flokks. Hótelgestir á Armin koma þangað aftur og aftur, ekki síst til að borða hinn ljúffenga mat sem á borðum er og njóta hinnar persónulegrar þjónustu, sem er aðalsmerki hótelsins.

Fín heilsulind er á hótelinu með gufubaði, heitum potti og notalegu hvíldarherbergi. Hún er innifalin en greiða þarf fyrir afnot af heita pottinum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 192 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Skíðalyfta: 400 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Upphituð skíðageymsla
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum gegn gjaldi
 • Herbergi: Comfort sem eru 23-26m2 og taka 2-3 og Superior sem eru 30-40m2 og taka 2-4

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun