Avenida hótel, Benidorm
Vefsíða hótels

Fallegt hótel á frábærum stað í hjarta Benidorm, rétt við Levante-ströndina. Örstutt á ströndina, í verslanir, veitingahús og golfvelli.
Í hótelinu eru 156 herbergi sem rúma tvo til þrjá einstaklinga. Vistarverur eru fallega innréttaðar á stílhreinan og nútímalegan hátt, í bláum, rauðum eða grænum litum. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Herbergi snúa ýmist að göngugötu eða að bakhúsum sem eru sumar með útsýni yfir hafið. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Í hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með úrvali Miðjarðarhafs- og alþjóðlegra rétta og kaffiterían býður upp á allar tegundir kaffidrykkja og kökur og kruðerí með.
Þeir sem kjósa að njóta geisla sólarinnar í meira næði en gefst við saltan sjó og sand geta notið þess að liggja í friði á sundlaugarbakkanum á þakveröndinni og notið útsýnisins yfir hafið. Þar er einnig einnig hægt að mýkja upp stirða vöðva í heitum potti eða gufubaði og kæla sig niður með ljúffengum drykkjum á sundlaugarbarnum. Athugið að panta þarf tíma í gufubaðið.
Starfsfólk sér um skemmtidagskrá sem hentar öllu aldri, yfir daginn og fram á kvöld.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, bílaleigu, töskugeymslu og þvottaþjónustu.
Avenida er á besta stað í Benidorm, 75 metra frá ströndinni og umkringt verslunum, veitingastöðum og iðandi mannlífi. Þeir sem það kjósa geta þó notið þess að sóla sig í friði og ró því að á þakveröndinni er sundlaug með góðri sólbaðsaðstöðu. Heitur pottur, líkamsræktaraðstaða og gufubað sjá til þess að næra líkama og sál og stutt er í golfvelli, vatnasport og alla mögulega afþreyingu fyrir spennufíkla af öllum gerðum.
Vinsamlega athugið að ekki eru öll herbergi eru með svölum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 km
- Miðbær: Í hjarta Benidorm, örstutt í þjónustu
- Strönd: Rétt við Levante-strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður