fbpx Barbarahof , Saalbach Hinterglemm

Barbarahof
3 stars

Vefsíða hótels

Gott fjölskyldurekið hótel á besta stað mitt á milli bæjanna Saalbach og Hinterglemm. Stutt er í skíðalyftur og í góðu árferði er hægt að renna sér beint að hótelinu. 

Í hótelinu eru 40 hlýlegar og fallega innréttaðar vistarverur sem skiptast einstaklingsherbergi, tveggja manna og fjölskylduherbergi sem rúma allt að fjóra, auk svítu. Innréttingar eru úr ljósum við í dæmigerðum Alpa-stíl. Teppi eru á gólfum. Herbergin búa yfir öllum þægindum, eins og upphitun, flatskjársjónvarpi, öryggishólfi og síma. Hárþurrka og baðsloppar fylgja baðherbergjum. Við öll herbergin sem ekki eru á jarðhæð eru svalir.
Þráðlaust netsamband er í öllum vistarverum gestum að kostnaðarlausu. 

Enginn þarf fara svangur í skíðabrekkurnar því að morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt og hægt er að fá nesti útbúið til að taka með sér. Elfriede, sem stjórnar veitingastaðnum, leggur mikla ástríðu í matargerðina sem er austurrísk og alþjóðleg í bland og þar eru fersk hráefni í fyrirrúmi. Vínkjallarinn er vel birgur og þar er boðið upp á vínsmökkun. Í lok dags er svo upplagt að slaka á með góðan drykk í arinstofunni. 

Heilsulind er í hótelinu og þar er hægt að láta þreytuna líða úr sér í gufubaði, tyrknesku baði, nuddpotti og hvíldarhreiðri.

Á þriðjudögum býðst gestum að fara safaríferð á skíðum eða snjóbrettum í fylgd leiðsögumanns og endar hún í hlaðborði um kvöldið. Nokkur reynsla í skíðaiðkun er nauðsynleg. Á fimmtudagskvöldum er skemmtidagskrá með tónlist annarri afþreyingu. 

Á Hotel Barbarahof er lögð rík áhersla á að veita góða þjónustu og að gestum líði sem best og af umsögnum gesta má dæma að vel tekist til við það. Þvottaþjónusta og strauaðstaða er á hótelinu. Skíðarúta og lest flytja gesti að skíðalyftunum og hægt er að renna sér alla leið að hótelinu í lok dags. Fyrir þá sem enn eru fullir af orku eftir daginn eru veitingastaðir, barir og diskótek í bæði Saalbach og Hinterglemm.

Fjarlægðir

 • Skíðalyfta: Stutt er í skíðalyftur og í góðu árferði er hægt að renna sér beint að hótelinu.

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun