fbpx Best Sabinal | Vita

Best Sabinal
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel á yndislegum stað við gyllta Playa Serena sandströndina í Roquetas del Mar, Almeria. Beint aðgengi að ströndinni og stutt í skemmtilega veitingastaði og golf.

Í hótelinu eru 505 vistarverur, endurnýjaðar árið 2017, sem skiptast í herbergi ætluð allt að fjórum einstaklingum. Innréttingar eru bjartar og stílhreinar, í ljósum við og ljósu áklæði. Flísar eða parket á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og smábar sem fyllt er á gegn gjaldi. Þráðlaus nettenging er ókeypis. Á baðherbergjum er ýmist sturta eða baðker, en alls staðar er hárþurrka og baðvörur af bestu gerð. Svalir eða verönd með húsgögnum eru við öll herbergi.

Morgunverðarhlaðborð með úrvali heitra og kaldra rétta úr ferskasta mögulega hráefni er í boði alla daga í veitingasalnum. Í hádegi og á kvöldin er hægt að fylgjast með kokkunum reiða fram girnilega rétti frá ýmsum heimshornum. Á setustofubarnum er boðið upp á úrval drykkja og léttra rétta.
Í hótelgarðinum er sundlaug fyrir fullorðna og busllaug fyrir börnin. Hægt er að leigja handklæði við sundlaugina og allt um kring eru sólbekkir og sólhlífar en einnig er hægt að slaka á í himneskum balíbeddum með útsýni yfir hafið. Aðeins nokkrir metrar eru niður á ströndina, í gylltan sandinn og tæran sjóinn. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og yfir sumartímann er starfræktur krakkaklúbbur og skemmtidagskrá er fyrir bæði börn og fullorðna og þá er einnig opinn snarl- og drykkjabar við sundlaugina.

Heilsulind er hótelinu með lítilli innilaug með sturtu- og nuddhausum auk gufubaðs. Umhverfis laugina eru hvíldarbekkir og hægt er að panta nudd og alls kyns líkamsmeðferðir. Í hótelinu er líkamsræktaraðstaða með ágætis tækjum.
Móttakan er að opin allan sólarhringinn og þar er farangursgeymsla, bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Mjög gott hótel með beinu aðgengi að gylltri sandströnd og fallegri strandgötu. Veitingastaður og heilsulind á hótelinu, vatnasport við ströndina og aðeins nokkur hundruð metrar í næsta golfvöll. Stutt í skemmtilega veitingastaði og verslanir.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 42 km
 • Strönd: Beint aðgengi að strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun