Caybeach Meloneras
Vefsíða hótels
Caybeach Meloneras er hugguleg og snyrtileg íbúðagisting og í 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni á Meloneras svæðinu. Verslanir, kaffihús og veitingastaðir í stuttu göngufæri. Enska ströndin er í 10 mín keyrslufjarlægð frá hótelinu og eru tveir golfvellir í nágrenninu.
Eins herbergja íbúðirnar rúma allt að 2 fullorðna og 2 börn. Tveggja herbergja íbúðirnar eru á tveimur hæðum og rúma allt að 6 einstaklinga, mest 4 fullorðna. Premium íbúðirnar eru allar á fyrstu hæð með verönd og garðhúsgögnum, þeim fylgir freyðivín og hnetur við komu, einnig fylgja Premium íbúðunum sund handklæði. Við standard íbúðirnar er annað hvort verönd eða svalir með borði og stólum. Innréttingar eru allar einfaldar og er loftkæling, sími, sjónvarp, rúmgóð stofa, og eldhús með hellum, ísskáp og öllum nauðsynlegum áhöldum til eldamennsku og er hárþurrka á baðherbergjum. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi. Þráðlaust netsamband er svæðinu.
Morgunverður og kvöldverður eru í boði af hlaðborði, þema er mismunandi eftir kvöldum.
Þrjár sundlaugar eru við hótelið, þar af ein ætluð börnum. Í sundlaugargarðinum eru sólbekkir og sólhlífar og þar er hægt að ná sér í snarl og allar gerðir ljúffengra drykkja á sundlaugarbarnum. Afþreyingu af ýmsu tagi er í boði fyrir börnin. Sérstakt leiksvæði er fyrir þau.
Heilsulind er á hótelinu með líkamsræktaraðstöðu, nuddpottum, gufubaði og þurrgufu. Þar er einnig hægt að panta nudd.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hraðbanki, bílaleiga, myntþvottahús og kjörbúð með öllum helstu nauðsynjum.
Einföld og þægileg íbúðagisting á frábærum stað á Meloneras svæðinu. Ströndin og sandöldurnar í Maspalomas eru stutt frá. Stutt er í verslanir, veitingastaði, kaffihús og allar gerðir afþreyingar, þar á meðal golfvelli. Ekki skemmir fyrir að nóg er af léttri afþreyingu við hótelið, mínígolf, billjarð og margt fleira.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 37 km
- Frá miðbæ: Um 7 km eru í miðbæ Ensku strandarinnar og Yumbo.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn tryggingagjaldi
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Minibar: Á hótelbergjum
- Ísskápur: Inn á íbúðum
- Kaffivél: Inn á íbúðum
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði, Án fæðis