fbpx Clube do Lago | Vita

Clube do Lago
4 stars

Vefsíða hótels

Clube do Lago er gott 4 stjörnu íbúðahótel á rólegum stað, staðsett í brekku og útsýni er yfir Cascais og til sjávar. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, annar sem býður upp á morgunverðarhlaðborð og einnig er hægt að fá það hádegisverð. Svo er sushi staður á hótelinu opinn í hádeginu og á kvöldin. Einnig er bar þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Sundlaugagarðurinn er ekki mjög stór en þar er sundlaug og sólbekkir. Miðbærinn er í um 1 km fjarlægð.

Íbúðirnar eru ýmist stúdíó eða íbúðir með einu svefnherbergi. Þær eru vel útbúnar öllum helstu tækjum: helluborði, örbylgjuofni, ofni og ísskáp. Einnig er sjónvarp á öllum íbúðum, loftkæling og öyggishólf og á baðherbergjum er hárþurrka. Flestar íbúðir eru með svölum en ekki allar. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið.

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Gestamóttaka
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Eldhúsaðstaða
  • Þráðlaust net
  • Íbúðir
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Loftkæling

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun