fbpx Coral Compostela Beach Golf Club, Playa de la Américas | Vita

Coral Compostela Beach Golf Club, Playa de la Américas
3 stars

Vefsíða hótels

Coral Compostela Beach Golf Club er einföld og þægileg íbúðasamstæða við Americas-golfvöllinn, 10 - 15 mínútna göngufæri frá Las Vistas-ströndinni á Tenerife.

Samstæðan samanstendur af 156 íbúðum í nokkrum tveggja hæða byggingum. Íbúðirnar eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum og rúma frá tveimur og upp í fimm einstaklinga. Sjónvarp og sími er í öllum íbúðum. Í eldhúskrók er allt sem þarf til eldamennsku, eldavél, ísskápur, brauðrist, kaffivél, hraðsuðuketill, pottar og öll nauðsynleg áhöld. Öllum íbúðum fylgja svalir, verönd eða garður með húsgögnum. Þráðlaus netaðgangur stendur gestum til boða gegn gjaldi.
Það er ekki lyfta í íbúðasamstæðunni. 

Í samstæðunni er veitingastaður sem er opinn út á verönd. Þeir sem það kjósa geta gætt sér á léttum réttum eða snarli með ljúffengum svaladrykk við sundlaugarbarinn. Þá er tilvalið að slaka á og láta þreytuna líða úr sér í lok dags á setustofubarnum.

Hótelgarðurinn er ekki stór en hann er með ferskvatnssundlaug og sérstök busllaug fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan við laugina er með sólbekkjum og sólhlífum. Lítið leiksvæði er sérstaklega afgirt fyrir börnin og þar er einnig leikherbergi. Leikaðstaða er einnig fyrir þá eldri, með bæði pool- og borðtennisborði. Þvottahús með sjálfsafgreiðslu er í samstæðunni og þar er einnig kjörbúð.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla, hægt er að skipta gjaldeyri og leigja bíl. 

Coral Compostela Beach Golf Club Apartments henta golfáhugafólki og fjölskyldum einkar vel þar sem íbúðirnar standa við Las Americas-golfvöllinn, í rólegum umhverfi en stutt er í fjölda verslana, veitingastaða og alls kyns afþreyingu. Aðeins tekur um 10 til 15 mínútur að rölta niður á Las Vistas-ströndina þar sem hægt er að leggjast í sandinn og leika sér í sjónum.

Fjarlægðir

 • Strönd: Nálægt Las Vistas

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging: Gegn gjaldi á sérstöku svæði

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun