fbpx Green Golf, skemmtilegur smáhýsagarður í Maspalomas

Cordial Green Golf, Maspalomas
3 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Cordial Green Golf:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Cordial Green Golf er skemmtilegur smáhýsagarður sem er aðeins steinsnar frá golfvellinum í Maspalomas. Húsin eru smekklega innréttuð og mjög heimilisleg. Green Golf er tilvalið fyrir fjölskylduna. Í garðinum eru tvær stærðarinnar sundlaugar, barnalaug og barnaleiksvæði og ýmis önnur afþreying. 

Öll húsin eru á tveimur hæðum, á neðri hæðinni er eldhúskrókur og stofa og á efri hæðinni er svefnherbergi.

Smáhýsagarðurinn er á rólegum stað miðsvæðis í Maspalomas, rúmum tveimur kílómetrum frá ströndinni. Lítil kjörbúð þar sem versla má allar helstu nauðsynjar er við gestamóttökuna en einnig er verslun í 500 metra fjarlægð í Faro II verslunarmiðstöðinni. Hægt er að kaupa morgunverð eða hálft fæði á staðnum.

Green Golf býður uppá akstursþjónustu og keyrir gesti sína að ströndinni eftir pöntunum en einnig eru aðeins 200 metrar í næstu strætó stoppistöð.

Aksturþjónusta Green Golf er nokkuð ör eða eins og hér segir:
Á Maspalomas ströndina fimm sinnum á morgnana, síðasta ferð kl. 12:45
Til baka frá Maspalomas ströndinni sex sinnum á dag á milli kl. 12:00 og 16:45
Til miðsvæðis Playa del Ingles tvisvar sinnum á morgnana og tvisvar sinnum síðdegis
Til baka frá miðsvæði Playa del Ingles einu sinni á morgnana og tvisvar sinnum síðdegis. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: 2 km
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi: Smáhýsi með einu svefnherbergi
 • Nettenging: Þráðlaus

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun