fbpx Cordial Green Golf, Maspalomas | Vita

Cordial Green Golf, Maspalomas
2 stars

Vefsíða hótels

Cordial Green Golf er skemmtilegur smáhýsagarður sem er aðeins steinsnar frá golfvellinum í Maspalomas. Húsin eru smekklega innréttuð og mjög heimilisleg. 

Val er um smáhýsi ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Öll húsin eru á tveimur hæðum, á neðri hæðinni er eldhúskrókur, en þar má m.a. finna brauðrist, örbylgjuofn, kaffivél og ketil. Í stofunni er lyfta í lofti, sjónvarp og svefnsófi þar sem einn getur sofið, á efri hæð er svefnaðstaða, þar er einnig lyfta í loftinu. Inn á öllum íbúðum er einnig öryggishólf gegn gjaldi, hárþurrka og þráðlaust net. Fyrir framan húsin er verönd þar sem eru borð og stólar. 

Einnig er boði svokölluð smáhýsi "plus" ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Þetta eru smáhýsi staðsett á góðum stað garðinum, en þessar íbúðir hafa alla verið teknar í gegn nýlega. 

Smáhýsagarðurinn er á rólegum stað miðsvæðis í Maspalomas, rúmum tveimur kílómetrum frá ströndinni. Lítil kjörbúð þar sem versla má allar helstu nauðsynjar er við gestamóttökuna en einnig er verslun í 500 metra fjarlægð í Faro II verslunarmiðstöðinni. Hægt er að velja um að vera án fæðis, með morgunmat eða hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur). Hjá þeim sem eru með fæði innifalið þá er matur reiddur fram af hlaðborði.

Garðurinn sem umlykur svæðið er stór og fallegur. Þarna eru tvær sundlaugar, ásamt barnalaug. Sólbekkir eru á víð og dreif víðs vegar um garðinn.  Þarna er einnig sundlaugabar þar sem hægt er að fá sér létt snarl og svala sér á köldum drykkjum.Góð aðstaða er fyrir barnafjölskyldur en þarna er bæði skemmtidagskrá yfir daginn og skemmtilegt barnaleiksvæði. Móttaka er opin allan sólarhringinn. Gestir hótelsins fá afslátt á golfvellinum Crodial Green Golf.  Á hótelinu er í boði skutlþjónusta til og frá ströndinni, nánari upplýsingar fást í móttöku. 

Green Golf er tilvalið fyrir fjölskylduna.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 33 km.
 • Miðbær: Playa Inglés, 2km.
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Nettenging
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Hægt er að sérpanta smáhýsi með aðstöðu fyrir fatlaða

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Vifta
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun