fbpx Cordial Mogan Valle, gott íbúðahótel. Stutt á strönd.

Cordial Mogan Valle
3 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Cordial Mogan Valle:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Cordial Mogan Valle er þriggja stjörnu íbúðahótel á góðum stað, í um 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni en mun styttra frá verslunum og veitingastöðum. Puerto de Mogán höfnin er í um 1 km fjarlægð.

Allar vistarverur hótelsins eru smekklegar og er fjölbreytt afþreying í boði fyrir alla fjölskylduna. 
Hægt er að velja á milli tveggja tegunda af íbúðum, en þær eiga það sammerkt að vera með einu svefnherbergi og virkilega rúmgóðar og huggulegar. Minni íbúðirnar eru 52 fermetrar að stærð með 19 fermetra svölum. Stærri íbúðirnar eru 77 fermetrar með 28 fermetra svölum. Í íbúðunum er eldhúskrókur með öllum helstu eldhúsáhöldum, rafmagnskatli, örbylgjuofni og ísskáp. Fæði er ekki innifalið í gistingu en hægt er að fá morgunverð eða hálft fæði sé þess óskað. 

Sundlaugagarðurinn er stór og makindalegur og skartar meðal annars þremur sundlaugum, barnalaug, barnaleiksvæði, tennisvelli, heilsulind og aðstöðu til líkamsræktar. Einnig er hægt að dást að fjallaútsýni úr garðinum. Þá eru nokkrir barir og góður veitingastaður á hótelinu.
Verslunarmiðstöð með matvörumarkaði er í næsta nágrenni.

Möguleiki er að sérpanta íbúðir með aðstöðu fyrir fatlaða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 54 km
 • Miðbær: 600 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun