fbpx Creta Princess, Maleme | Vita

Creta Princess, Maleme
4 stars

Vefsíða hótels

Creta Princess hótelið er staðsett við Maleme ströndina sem er í u.þ.b. 10 mín akstri frá Platanias. Hótelið er með sinn eigin vatnsgarð sem inniheldur fimm vatnsrennibrautir og þrjár sundlaugar. Hentar mjög vel fyrir fjölskyldur.

Á hótelinu eru 418 herbergi sem rúma mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. Í öllum herbergjum er öryggishólf, hraðsuðuketill fyrir te og kaffi, ísskápur, hárþurrka og sjónvarp. Frí internet tenging er á öllum herbergjum og loftkæling er í herbergjum frá 15. júní til 15. september. Svalir eru á öllum herbergjum.

Mikil afþreying er á hótelinu. Má þar nefna stóran vatnsgarð sem er með þrjár sundlaugar, fimm vatnsrennibrautir, risaá og svartholsgöng. Einnig er góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum og frí handklæði til að nota á sólbekkjunum annaðhvort við sundlaugina eða á ströndinni. Á hótelinu eru einnig tveir tennisvellir, fótboltavöllur, körfuboltavöllur, mini golf, billiard og leikvöllur fyrir yngri börnin svo eitthvað sé nefnt. Einnig er krakkaklúbbur fyrir börn 4-12 ára og skemmtidagskrá fyrir börnin.

Gestir hafa aðgang að glæsilegri líkamsræktaraðstöðu og heilsulind og lítilli verslun með helstu nauðsynjum.

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, lobby bar og sundlaugarbar og disco klúbbur þar sem hægt er að njóta flottra drykkja frameftir kvöldi. Haldin eru sérstök grísk kvöld með lifandi dansi sem skemmtilegt er að upplifa.

 

Fjarlægðir

 • Strönd: við strönd
 • Flugvöllur: 34 km
 • Veitingastaðir: Í göngufæri

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Te eða kaffivél
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Handklæði fyrir hótelgarð
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Hraðsuðuketill
 • Sjónvarp
 • Te- eða kaffiaðstaða
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun