fbpx Garni Cristiania Hotel, Madonna

Cristiania
4 stars

Vefsíða hótels

Cristiania er snyrtilegt fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett rétt við efra torgið í Madonna rétt hjá Bellavista hótelinu sem margir þekkja og beint á móti Pradalago skíðakláfnum. 

Hótelið hefur mikið verið tekið í gegn og þá sérstaklega sameiginleg aðstaða og superior herbergin, en val er um standard herbergi, superior og fjölskylduherbergi sem geta rúmað allt að 5. Öll eru herbergin búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og þráðlausu interneti. Baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baðkari. Superior herbergin eru einnig með lítinn kæliskáp. Sum herbergi eru með svalir. 

Sameiginleg aðstaða á hótelinu er mjög hugguleg en þar má finna móttöku, bar og morgunverðarsal. Þarna er einnig heilsulind með finnsku og tyrknesku saunabaði, sturtum og hvíldarherbergi. Þjónustan kostar aukalega eur 10 per skiptið eða eur 40 fyrir alla vikuna. 

Cristiania er góður kostur fyrir þá sem vilja gistingu eingöngu með morgunmat og framúrskarandi staðsetningu en frá Cristiania er bæði stutt í miðbæinn þar sem má finna fjölbreytt úrval veitingastaða og í skíðalyftu. 

Ath.Eingöngu er morgunmatur í boði á hótelinu því getur verið gott  að panta fyrirfram á veitingastöðum ef á að fara út að borða á kvöldin. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 150 km
  • Miðbær: 100 m
  • Skíðalyfta: 20 m
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Upphituð skíðageymsla
  • Bar
  • Gufubað
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging
  • Herbergi: Svefnpláss fyrir allt að 5
  • Heilsulind: Aðgangur gegn gjaldi

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun