fbpx Cuco, Benidorm | Vita

Cuco, Benidorm
3 stars

Vefsíða hótels

Nútímalegt og skemmtilega hannað hótel á frábærum stað. Stutt frá miðbænum í Benidorm. 10 mínútna gangur á Poniente ströndina og korter í gamla bæinn. Almenningssamgöngur rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 100 herbergi og junior svítur sem rúma frá einum og upp í fjóra einstaklinga. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar, viður er millibrúnn og áklæði í hlýjum litum. Parketflísar eru á gólfum. Öll herbergi eru búin loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og þráðlausri nettengingu. Smábar og öryggishólf eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur. 

Veitingastaður er í hótelinu þar sem úrval heitra og kaldra rétta frá morgni til kvölds. Eitt kvöld í viku er sérstakur galakvöldverður. Á kaffihúsinu eru í boði ýmsar gerðir áfengra og óáfengra drykkja auk léttra rétta og þar er lifandi tónlist á kvöldin.  

Á þakveröndinni er sólbaðsaðstaða og lítil laug og þar er opinn bar yfir sumarmánuðina. Gestir hafa aðgang að sundlaug sem tilheyrir systurhótelinu hinum megin við götuna og þar eru sólbekkir og stólar í kring.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar veitt aðstoð við bílaleigu, miðakaup og ferðaplön. Boðið er upp á þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu.

Cuco er nútímalegt hótel á frábærum stað, í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Skemmtileg nútímalistaverk prýða ganga og herbergi hótelsins. Um korters gangur er í gamla bæinn. Almenningssamgöngur stoppa stutt frá hótelinu svo að auðvelt er að komast þangað sem hugurinn leitar. Verslanir og veitingastaðir eru í götunum í kring og stutt í afþreyingu af öllu tagi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 56 km
 • Miðbær: Stutt frá miðbæ Benidorm
 • Strönd: 10 min göngufjarlægð frá ströndinni
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun