fbpx Dahu, Madonna

Dahu
4 stars

Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett ofarlega við aðalgötuna rétt við skíðakláfinn Pradalago. Nánast hægt að skíða út og inn af anddyri hótelsins. Hótelið er í efri hluta bæjarins og um 200 metra gangur er í miðbæ Madonna. Komið er inn í hlýlega gestamóttöku með setustofu og þaðan er gengið inn í fallegan veitingasal. Á hótelinu er einnig bar.

Í boði eru tveggja til fjögurra manna rúmgóð og fallega innréttuð herbergi, öll með sturtu eða baði, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, hárþurrku og þráðlausu interneti, sem hótelgestir geta notað án endurgjalds. Hefðbundin teppi eru á rúmum og öll herbergi eru með svölum. Hálft fæði er innifalið í verði og er óhætt að fullyrða að matargerðin á hótelinu sé fyrsta flokks. 
Á hótelinu er góð heilsulind, með heitum potti og gufubaði, þar sem tilvalið er að slaka á í lok dagsins. Aðgangur að svæðinu er innifalinn. 

Sérlega gott hótel sem hefur mælst afar vel fyrir.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 150 km
 • Miðbær: 250 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu
 • Skíðalyfta: Rétt við Pradalago

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun