Diamante Beach, Calpe
Vefsíða hótels
Diamante Beach frá AR hótelum er glæsilegt hótel í Calpe með 185 herbergjum á góðum stað, aðeins 200 metra frá ströndinni.
Herbergin eru rúmgóð með þráðlausri nettengingu, sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi, minibar, síma, hárþurrku og tveggja sæta sófa. Svalir fylgja öllum herbergjum.
Í garðinum eru þrjár sundlaugar og barnalaug. Barnaklúbbur og skemmtidagskrá er á hótelinu frá miðjum júní fram í miðjan september. Matvöruverslun er hinu megin við götuna.
Heilsulindin er rúmir 2.000 m2, og þar er meðal annars hægt að fá margar heilsu- og vellíðunarmeðferðir. Þar er einnig nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað og líkamsrækt. Að auki er hægt að leika tennis, biljarð, borðtennis og mini golf.
Veitingastaðirnir eru tveir, La Scala og La Pergola, og eru þeir báðir með ítalskan mat og rétti frá Miðjarðarhafinu.
Skemmtilegt hótel á frábærum stað.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 80 km
- Frá miðbæ: 2,5 km
- Frá strönd: 200 metrar
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og á herbergjum án endurgjalds
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði