fbpx Domes Noruz, Autograph Collection, Agia Apostoli | Vita

Domes Noruz, Autograph Collection, Agia Apostoli
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt og hlýlegt hönnunarhótel, aðeins ætlað fullorðnum, á kyrrlátum stað með beinu aðgengi að gylltri sandströnd. Aðeins nokkrar mínútur með leigubíl í iðandi mannlífið í Chania. Fullkomin slökun og lúxus.

Í hótelinu eru 83 rúmgóðar vistarverur af ýmsum gerðum, allt frá 32 fermetra herbergjum sem rúma tvo upp í 80 fermetra svítur sem rúma fjóra fullorðna. Innréttingar eru fallega hannaðar, hlýlegar og nútímalegar, með áherslu á millibrúnan við og bláa liti. Parkett og flísar á gólfum. Alls staðar er 49 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, loftkæling, sími, öryggishólf, straubretti og straujárn, aðstaða til að laga kaffi og te og ókeypis þráðlaus nettenging. Fyllt er á smábar gegn gjaldi. Matarkrók fylgja diskar og glös. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka, náttsloppar og inniskór. Við allar vistarverur er stór verönd með baðkeri, nuddpotti eða einkasundlaug. 

Á Zeen er boðið upp á ljúffenga rétti af matseðli á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og er áherslan á nútímalega krítverska matargerð. Athugið að panta þarf borð á veitingastaðnum. Á setustofubarnum eru allar gerðir drykkja í boði.

Tvær sundlaugar eru í hótelgarðinum og sólbaðsaðstaðan er til fyrirmyndar, með bekkjum, þægilegum beddum og nægum handklæðum og við sundlaugarbarinn er hægt að njóta snarls og svalandi drykkja. Ekki skemmir fyrir að útsýnið nær yfir himinblátt hafið til nærliggjandi eyja. Auk þess er beint aðgengi að gylltri sandströndinni fyrir neðan hótelið með bekkjum, sólhlífum, sandi og hlýjum sjó til að næra líkama og sál. 

Að sjálfsögðu er heilsulind í hótelinu, með innilaug, gufubaði, þurrgufu, nuddpotti og líkamsræktaraðstöðu og boðið er upp á nudd- og andlitsmeðferðir.
Þvotta- og þurrhreinsiþjónusta er í hótelinu, bílaleiga og önnur almenn þjónusta.

Domes Noruz er fullkominn kostur fyrir þá sem þrá að slaka á í sönnum lúxus á hóteli sem var opnað árið 2016. Öll hönnun innan sem utan dyra er til fyrirmyndar og það sama má segja um þjónustu og aðbúnað. Aðeins nokkurra mínútna bílferð er í litríkt mannlífið og menningarumhverfið í Chania. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: Aðeins nokkrar min með leigubíl til Chania
 • Strönd: Við gyllta sandströnd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Á flestum stöðum nema að sundlaug.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun