fbpx Dunas, Maspalomas Resort | Vita

Dunas, Maspalomas Resort
4 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Dunas, Maspalomas Resort:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Dunas, Maspalomas Resort eru frábær smáhýsi og svítur á fallegum og rólegum stað í Maspalomas. Golfið er í göngufjarlægð, einnig þjóðgarðurinn og stutt á ströndina fyrir þá sem elska að slaka á við sjávarsíðuna.
  
Á hótelinu eru smáhýsi (e. bungalows) sem eru eins til þriggja herbergja fyrir allt að 7 manns. Einnig er hægt að bóka comfort smáhýsi sem taka 3 gesti.
Smáhýsin eru með öllu því sem þarf til að eiga gott og afslappandi frí í sólinni. Þar er frítt internet, eldunaraðstaða, stofa með flatskjársjónvarpi og baðherbergi. Hönnunin er klassísk og stílhrein, veggir eru ljósmálaðir og flísar eru á gólfum. Verönd með útihúsgögnum er við smáhýsin svo gestir geta notið sólarinnar án þess að fara frá húsinu.

Gestir á hótelinu eru með fæði innifalið. Morgunmatur er framreiddur af hlaðborði með fjölbreyttum réttum, bæði köldum og heitum. Á sama veitingastað er einnig hægt að fá hádegis- og kvöldverð. Að mestu leyti er boðið upp á fjölbreytta alþjóðlega rétti með mismunandi þema frá degi til dags út frá ferskasta hráefni og sjávarfangi hverju sinni. Yfir daginn er hægt að fá sér léttar veitingar við sundlaugina á snarlbarnum en annar bar er í anddyri hótelsins. Einnig er hægt að skella sér á kaffihús á hótelinu og panta kaffi, kökur eða jafnvel kokteila en reksturinn á kaffihúsinu er sjálfstæður og því eru réttirnir þar ekki innifaldir í verðinu.

Hótelið deilir hótelgarði og aðstöðu með Hotel Dunas: Suites & villas svo gestir geta notið alls þess sem er í boði í þessum gríðarstóra og fallega hótelgarði sem er að mörgu leyti einstakur fyrir Maspalomas. Í hótelgarðinum er nóg af plássi til að njóta sólarinnar, fjórar góðar sundlaugar en þar af eru tvær sérstaklega fyrir börn, tennisvellir og vatnsleikjasvæði og annað leiksvæði fyrir börnin. Allt þetta er staðsett í fallegu og gróðursælu umhverfi. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða svo það er engin ástæða til að sleppa ræktinni í fríinu. Hægt er að bóka nudd og aðrar meðferðir til að slaka enn betur á og svo er ýmis afþreying í boði á hótelinu, meðal annars skemmtikraftar og diskótek.

Hotel Maspalomas Resort er frábær valkostur fyrir alla ferðahópa sem koma til Maspalomas, hvort sem sóst er í golfið, gönguferðir, sólina eða fjölskyldufjör.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 33 km
 • Miðbær: Á rólegum stað í Maspalomas, miðsvæði í um 15 min göngufjarlægð
 • Strönd: Stutt á strönd, 1 km í Maspalomas strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun