fbpx Eugenia - Snyrtilegt og mjög vel staðsett - Enska ströndin

Eugenia Victoria & Spa, Playa del Inglés

Vefsíða hótels

Snyrtilegt og mjög vel staðsett hótel í miðbæ Ensku strandarinnar en ströndin er í um tíu mínútna göngufjarlægð.
Öll aðstaða á hótelinu er til mikillar fyrirmyndar og hafa öll herbergi verið uppgerð. Gestir hafa einnig aðgang að glæsilegri heilsulind.
Stutt er að ganga í San Fernando, sem gjarnan er kallað „spænska hverfið.

Herbergi hótelsins eru hugguleg og rúmgóð og rúma mest þrjá fullorðna (með aukarúmi). Hægt er að velja um hálft fæði eða allt innifalið (matur og drykkir).
Herbergin á 6. - 8. hæð eru vinsælust á þessu hóteli vegna staðsetningarinnar og býðst farþegum að bóka þessi herbergi gegn vægu aukagjaldi.

Sundlaugagarðurinn er skemmtilega hannaður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Glæsileg heilsulind er á hótelinu, en þar er meðal annars fullkomin líkamsrækt, heitir pottar og fjöldi gufubaða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: Í göngufæri
 • Veitingastaðir: Í göngufæri
 • Strönd: 1 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Herbergi: Hótelherbergi - ATH einbýli er ekki með svölum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun