fbpx Euphoria Resort, Kolymbari | Vita

Euphoria Resort, Kolymbari
5 stars

Vefsíða hótels

Stílhreint og fallegt lúxushótel við ströndina í Kolymbari. Dekur á alla kanta, fullkomin slökun og endurnæring með nægri afþreyingu. Allt innifalið.

Í hótelinu eru 287 vistarverur í sex þriggja hæða lyftubyggingum. Herbergin eru 30 fermetrar og rúma 2 til 3 einstaklinga og svítur eru 40 og 60 fermetrar og rúma allt að fimm. Innréttingar eru stílhreinar og hlýlegar, úr við og ljósum jarðarlitum. Parkett er á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, stillanleg loftkæling, sími, sjónvarp, minibar og aðstaða til að laga te og kaffi. Baðherbergi eru vel búin, með hárþurrku og baðvörum. Verönd eða svalir eru búnar húsgögnum. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Herbergi á jarðhæð með verönd hafa aðgang að sundlaug sem eingöngu er ætluð þessum herbergjatýpum. 

Aðalveitingastaðurinn býður úrval rétta af hlaðborði en tveir aðrir bjóða girnilega rétti af matseðli. Bar er bæði inni á hótelinu og við sundlaugina. Af þakveröndinni er útsýni yfir sundlaugargarðinn og á haf út.

Sundlaugargarðurinn er skemmtilegur, sólbaðsaðstaðan til fyrirmyndar með sólbekkjum, sólhlífum og handklæðum og sólbaðseyjum sem liggja út í laugina. Við laugina er bar þar sem einnig er hægt að gæða sér á snarli og svalandi drykkjum. Hægt er að velja um að sitja á bakkanum undir sólhlífum eða við borð úti í lauginni sjálfri. Ein laugin er ferskvatnslaug og þrjár vatnsrennibrautir eru fyrir börn hærri en 1,3 m. Einnig er busl laug fyrir þau yngstu. Starfsfólk krakkaklúbbsins sér til þess að yngstu gestirnir hafi ávallt nóg fyrir stafni.

Heilsulindin er af bestu gerð með upphitaðri innilaug, nuddpotti, gufubaði, hvíldarhreiðri, líkamsræktaraðstöðu og nudd- og líkamsmeðferðum af ýmsu tagi. Í boði eru á jóga-, Pilates-, Zumba og styrktar/þrek tímar. 

Gestamóttakan er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn og þar er m.a. minjagripaverslun, hjólaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Euphoria Resort er splunkunýtt hótel með beinu aðgengi að ströndinni í Kolymbari, þar sem hótelgestum bjóðast ókeypis afnot af sólbaðsaðstöðu með sólbekkjum. Hér er allt til alls, slökun, afþreying og endurnæring. Þess má geta að strætó sem gengur til Chania stoppar stutt frá hótelinu.

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 160 km
 • Miðbær: 23 km til Chania
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun