fbpx Villa del Mar. Gott hótel við Poniente-ströndina, Benidorm.

Family Gourmet Villa del Mar, Benidorm
4 stars

Vefsíða hótels

Gott hótel við Poniente-ströndina í Benidorm, fjörugasta strandbænum á Costa Blanca.

Herbergin 107 eru björt, falleg og nútímaleg og rúma mest fjóra. Öll eru þau búin loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum og kæliskáp og hægt er að fá aðgang að öryggishólfi. Að sjálfsögðu er baðherbergi á öllum herbergjum. Aðgangur að netinu er fáanlegur á sumum almenningssvæðum. Lyfta er í hótelinu og það er aðgengilegt fólki í hjólastól.

Í Villa del Mar er veitingastaður þar sem Miðjarðarhafskræsingar eru bornar fram á hlaðborði. Að sjálfsögðu er notalegur setustofubar í hótelinu þar sem tilvalið er að slaka á við dempað ljós og dreypa á ljúffengum og svalandi drykk.

Við hótelið er sundlaug og falleg sólbaðsverönd með sólbekkjum. Góð leikjaaðstaða er fyrir börn og ýmislegt gert til að hafa ofan af fyrir þeim.

Villa del Mar býður upp á líkamsræktaraðstöðu og heilsulind með innilaug, nuddpotti, sána og tyrknesku baði.

Hótel Villa del Mar stendur alveg við Poniente-ströndina í Benidorm og aðeins kippkorn frá því helsta sem bærinn hefur upp á að bjóða fyrir utan sand, sjó og sól, svo sem verslanir, veitingahús, bari og fjörugt mannlíf. Við ströndina er boðið upp á ýmiss konar sjósport eins og seglbretta- og sjóskíðabrun og margt fleira.
Tívolígarðurinn Terra Mitica er innan bæjarmarkanna og vatnsskemmtigarðurinn Aqualandia með ævintýralegum vatnsrennibrautum og laugum er í útjaðri bæjarins. Þeir sem ekki geta hugsað sér sumarleyfi án þess að grípa í golfsettið hafa úr ýmsu að velja og má til dæmis nefna golfvellina Las Rejas og Villaitana sem báðir eru í bænum. Og þeir sem ekki eru á þeim buxunum að fara snemma í háttinn þurfa ekki að láta sér leiðast því að hvergi á Costa Blanca er fjörugra næturlíf en í Benidorm.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 57 km
 • Miðbær: 850 metrar í gamla bæinn á Benidorm
 • Strönd: Við ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Internet tenging möguleg á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi, 3 evrur klukkutími

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun