fbpx The Florida hotel and Conference Center | Vita

The Florida hotel and Conference Center
4 stars

Vefsíða hótels

Afar vinsælt og sérlega gott hótel sambyggt Florida Mall verslunarmiðstöðinni. Hótelið hefur allt verið endurnýjað á undanförnum árum og er á fínum stað milli flugvallarins, Disney garðanna og miðbæjar Orlando.

Fyrirtaks veitingastaðir og kaffihús kennt við Starbucks eru á hótelinu, einnig ágætur garður með sundlaug og sólbekkjum. Rúmgóð og falleg herbergi eru með 32" flatskjám og öllum hugsanlegum þægindum.

Innangegnt er í Florida Mall, sem er gríðarstór verslunarmiðstöð með meira en 260 sérverslanir, 30 veitingastaði, kaffihús o.fl.

Verslunarmiðstöðin er opin frá kl. 10.00 til 21.00 alla daga nema sunnudaga. Þá er opið frá kl. 12:00 til 18:00. Einhverjar verslanir geta verið opnar á öðrum tímum.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 50 km
  • Miðbær: 10 km að International Drive
  • Strönd: Ekki við strönd
  • Veitingastaðir: Í Florida Mall

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Lyfta
  • Nettenging
  • Herbergi: Rúmgóð herbergi, öll með loftkælingu, síma, 32" sjónvarpi með LCD flatskjá, kvikmyndarásum, háhraða interneti, ísskáp, öryggishólfi, kaffivél, straujárni og strauborði. Snyrtispegill er í baðherberginu.

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Ísskápur
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun