fbpx GF Isabel íbúðahótel

GF Isabel, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels

GF Isabel er gott fjölskylduhótel á Costa Adeje um 600 m frá strönd. Hótelið er í spænskum stíl í nokkrum lágreistum byggingum. Veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni.

Hótelið býður upp á íbúðir með einu svefnherbergi sem taka mest þrjá og smáhýsi sem taka fjóra. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd, sjónvarpi og litlu eldhúsi. Frítt þráðlaust net er í íbúðum og sameignlegum rýmum. Hægt er að hafa útsýni yfir garðinn eða til fjalla.

Á svæðinu eru 3 upphitaðar sundlaugar, aðallaugin er við sundlaugarbarinn. Barnalaugin er með rennibrautum fyrir yngstu börnin og skemmtilegu leiksvæði. Hægt er að leigja handklæði til að nota í sundlaugargarðinum. Skemmtidagskrá er á daginn fyrir börnin og mini disco á kvöldin. Einnig eru sýningar og skemmtanir á kvöldin fyrir unga sem aldna. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig eru körfuboltavöllur, lítill fótboltavöllur og minigolf á svæðinu ásamt billiard borði og ýmsu fleiru. Hægt er að leigja hjól á hótelinu og þar er einnig lítill líkamsræktarsalur fyrir hótelgesti.

Veitingastaðurinn á hótelinu er með hlaðborð á morgnana, hádeginu og kvöldin. Hægt er að velja um að vera án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði og öllu inniföldu. 5 barir eru á hótelinu. 

Gott hótel í spænskum stíl, fjölskylduvænt og þægilegt.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 19 km
 • Strönd: Playa de Fanabe í 550 m fjarlægð
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun