fbpx Glemmtalerhof, Saalbach Hinterglemm

Glemmtalerhof
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað í miðbæ Hinterglemm í hjarta Saalbach Hinterglemm Leogang skíðasvæðisins. Gullfallegt útsýni og 100 metrar í næsta kláf, stutt í upplýstar brekkur, göngusvæði og sleða- og freestyle-brekkur. 

Í hótelinu eru 64 vistarverur í tveimur byggingum og skiptast í herbergi sem rúma einn eða tvo einstaklinga og svítur sem rúma allt að sex. 
Lerki og lindifura í bland við bjarta liti setja svip sinn á allar vistarverur í aðalbyggingunni og gefa þeim hlýlegan blæ. Nútímalistaverk prýða gestamóttöku og ganga og reglulega eru haldnar listasýningar. Í herbergjum er parkett er á gólfum. Flatskjársjónvarp með gervihnattarásum er á öllum herbergjum, sími, öryggishólf og lítill ísskápur. Þráðlaust netsamband er gestum að kostnaðarlausu. Baðherbergi eru ýmist með baðkeri eða sturtu og þeim geta fylgt baðsloppar, hárþurrka og baðvörur. Svalir eru við flest herbergin.
VITA er með samning um herbergi í aðalbyggingunni.

Morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt og lofað í hástert af gestum. Það sama má segja um veitingastaðinn þar sem lögð er áhersla á ferskt hráefni úr nærsveitum. Sérstakt hlaðborð er fyrir börnin. Eftir langan dag í brekkunum er hægt að tylla sér á barinn í gestamóttökunni eða hinn þar sem hægt er að tjútta fram eftir kvöldi við lifandi tónlist.
Á efstu hæð hótelsins er heilsulind og þar er ekki amalegt að slaka á og njóta gullfallegs útsýnisins úr upphituðu sundlauginni, nuddpottinum eða hvíldarhreiðrinu eða taka rækilega á því í líkamsræktaraðstöðunni. Boðið er upp á úrval líkams- og snyrtimeðferða. Gufubaðsaðstaðan er vel útbúin, þar eru sána, þurrgufa, infrarauð sána, vatnsbeddar og hollustubar. Fjórtán ára aldurstakmark er í gufuböðin. 

Krakkaklúbbur er starfræktur sex daga vikunnar og sérstakt leikherbergi er fyrir börnin. Þvottahús og strauþjónusta er í hótelinu, þar er hraðbanki og skíðageymsla.
Hægt er að fá skíðakennslu og fara í gönguferðir með leiðsögn á vegum hótelsins, auk þess sem nóg er af annarri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna á þessu vinsæla skíðasvæði.

Fjarlægðir

 • Skíðalyfta: 100 m í næsta kláf

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill ísskápur
 • Verönd/svalir: Eru við flest herbergin

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun