fbpx Golden Bay Suites, Agia Apostoli | Vita

Golden Bay Suites, Agia Apostoli
3 stars

Vefsíða hótels

Golden Bay Suites hótelið er heillandi hótel á fallegum stað við Agios Apostoli ströndina í um 4 km fjarlægð frá Chania.  Fallegt útsýni til sjávar og vingjarnlegt viðmót gera dvölina þar dásamlega.

Á hótelinu eru 42 svítur, íbúðir og stúdíóíbúðir. Allar vistarverur eru bjartar og rúmgóðar, klassískir litir eru á veggjum og húsgögnum og innréttingar eru nútímalegar. Flísar eru á gólfum. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet, sjónvarp, kaffivél og ketill, sími, ísskápur og öryggishólf. Hverri íbúð eða svítu fylgja svalir eða verönd með garðhúsgögnum og annað hvort er útsýni til sjávar eða út í garðinn. Baðherbergin eru flísalögð, þar eru hárþurrka, stækkunarspegill og helstu snyrtivörur

Á hótelinu er veitingastaður þar sem hægt er að njóta matar og drykkjar innandyra eða úti á veröndinni. Útsýnið út á hafið er stórkostlegt svo engin ástæða er til að flýta sér að borða. Sérstaða veitingastaðarins eru klassískir réttir úr hreinu gæðahráefni og drykkirnir eru ljúffengir. Á hótelinu er matvöruverslun sem hentar vel þeim sem vilja sjá sjálfir um matargerð og ef gestir vilja fara út að borða eru veitingastaðir í göngufæri við hótelið.  Einnig er auðvelt að taka strætó eða leigubíl til Chania og njóta alls þess sem gamli bærinn og Feneyska höfnin hafa uppá að bjóða.

Hótelgarðurinn er góður með fallegri og svalandi sundlaug og nóg af bekkjum til að leggjast á og sleikja sólina en þar sem hótelið stendur á ströndinni má segja að strandlengjan sé partur af hótelgarðinum. Aðeins þarf að taka nokkur skref til að finna heitan sandinn undir iljum sér og leika sér í flæðarmálinu. 

Í heildina er Golden Bay Suites hótelið hentugt fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna, bæði þá sem vilja slaka á í ótrúlegu umhverfi og þá sem ferðast með fjölskyldu og vilja meira stuð. Frí bílastæði eru við hótelið svo hægt er að leigja bíl og keyra um eyjuna. Stutt er í skemmtigarða og vatnaíþróttir, dagsferðir út fyrir borgina eru vinsælar, sem og gönguferðir og fjallgöngur í fallegu umhverfi. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun