fbpx Delfin Gran. Á rólegum stað. Poniente ströndin Benidorm.

Gran Hotel Delfin, Benidorm
4 stars

Fallegt og vel búið hótel á rólegum stað við Poniente-ströndina. Veitingastaðir, bar og skemmtidagskrá á hótelinu. Strætó stoppar fyrir utan hótelið og það tekur stuttan tíma að komast í iðandi mannlífið í miðbæ Benidorm.

Í hótelinu er 98 rúmgóðar vistarverur, sem skiptast í einstaklingsherbergi og herbergi og svítur sem rúma allt að þrjá. Herbergin eru innréttuð á nútímalegan og stílhreinan hátt og þau eru búin þægindum eins og loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, smábar og öryggishólfi. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.

Herbergin eru ýmist með útsýni yfir hafið eða upp til fjalla. Við flest þeirra eru svalir búnar húsgögnum en á öðrum eru stórir gluggar sem hleypa birtunni vel inn. 
Morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í veitingasal og á hlaðborðsveitingastaðnum Mare Nostrum er boðið upp á úrval alþjóðlegra og hefðbundinna spænskra rétta og þar er hægt að velja um að snæða innandyra eða úti. Hægt er að sérpanta glútenlausa rétti. Einnig er snarlbar á hótelinu og setustofubar.

Í hótelgarðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með bekkjum og sólhlífum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa er í hótelinu þar sem í boði er nudd og ýmsar meðferðir.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við gjaldeyrisskipti, miðakaup og leigu á bíl eða hjóli. 
Hótelið stendur á rólegum stað við Poniente-ströndina og því er það góður valkostur fyrir þá sem vilja slaka vel á í fríinu. Einnig er þó valkostur að komast á stuttu tíma með strætó í iðandi mannlífið í miðbæ Benidorm. Upplagt er að ljúka deginum með gönguferð í rólegheitunum eftir strandlengjunni og njóta útsýnisins. Fyrir þá sem kjósa meiri hreyfingu er tennisvöllur við hótelið og stutt er á næsta golfvöll og í skemmtigarða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 55 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi
 • Verönd/svalir: Við flest herbergi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun