fbpx Gran Oasis Resort, playa de las américas, los cristianos

Gran Oasis Resort, Playa de las Américas, Los Cristianos
4 stars

Vefsíða hótels

Gran Oasis Resort er mjög góð íbúðasamstæða á bæjarmörkum Las Americas og Los Cristianos, rétt við golfvöllinn. 

Í samstæðunni eru um 200 íbúðir sem skiptast í eins herbergis svítur sem rúma tvo til fjóra einstaklinga og íbúðir með tveimur svefnherbergjum sem rúma fjóra til sex. Íbúðirnar eru bjartar og smekklega innréttaðar og gólf eru flísalögð. Allar eru þær með loftkælingu, síma og flatskjársjónvarpi. Á baðherbergjum er hárþurrka. Eldhúskrókur er búinn öllum nauðsynjum, þar eru helluborð og ofn, örbylgjuofn, ísskápur, hraðsuðuketill, kaffivél og öll önnur áhöld sem þarf til eldamennsku. Verönd eða svalir með húsgögnum fylgja öllum íbúðum. Þráðlaus netaðgangur er í öllum vistarverum gestum að kostnaðarlausu

Hlaðborðsveitingastaður er í samstæðunni með ríkulegu úrvali þjóðlegra og alþjóðlegra rétta og við sundlaugina er bar þar sem boðið er upp á léttari rétti auk úrvals áfengra og óáfengra drykkja. Einnig eru drykkjarvöru- og snarlsjálfsalar á nokkrum stöðum. 

Í fallegum sundlaugargarðinum eru þrjár laugar, þar af er ein busllaug fyrir börnin. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með fjölda sólbekkja og sólhlífa. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og þar er starfræktur krakkaklúbbur sem starfsfólk hefur umsjón með. Þeir sem vilja taka pásu frá því að sleikja sólina geta reynt sig í billjarð, borðtennis eða pílukasti. Einnig er skemmtidagskrá í boði með lifandi tónlist á kvöldin. 

Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og heilsulind með nuddpotti og nudd- og aðrar líkamsmeðferðir eru þar í boði. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla, hægt er að skipta gjaldeyri, leigja bíl og fá upplýsingar um afþreyingu og ferðir um eyjuna. Góð kjörbúð og gjafavöruverslun eru í samstæðunni, einnig þvottahús og strauþjónusta.

Gran Oasis Resort er vel búin íbúðasamstæða sem hentar bæði þeim sem eru golfsveifluæfingar efstar í huga og hinum sem vilja slaka á í sólinni á sundlaugarbakkanum. Stutt er í miðbæi Las Americas og Los Cristianos sem gaman er að skoða og um 15 mínútna gangur er niður að strönd. Nóg er af verslunum og veitingastöðum í nágrenninu og Las Americas-golfvöllurinn er spottakorn frá. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Strönd: ca 3 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun