fbpx Green Garden Resort & Suites

Green Garden Resort & Suites, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Green Garden resort hótel á Playa de las Americas er góður kostur fyrir ferðamenn, staðsett við Golf las Americas golfvöllinn.

Á hótelinu eru 114 svítur af öllum stærðum og gerðum. Svíturnar henta fjölbreyttum hópum ferðamanna því hægt er að fá herbergi fyrir allt að 6 fullorðna. Sum herbergin eru á jarðhæð svo það hentar vel fyrir þá sem eiga erfiðara með að ganga upp stiga. Tveggja svefnherbergja svíturnar eru á tveimur hæðum. Hægt er að biðja um svítur með einkasundlaug.

Svíturnar eru bjartar og rúmgóðar, hönnunin á þeim er klassísk, veggir ljósmálaðir og veggir í svefnherbergjum brotnir upp með fallegu, nútímalegu og stílhreinu mynstri. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp og sími sem og lítið eldhús með helstu eldunaraðstöðu, örbylgjuofni og ísskáp. Viftur eru í svefnherbergjum. Út frá herbergjunum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru sturta og hárblásari. 
  
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Á öðrum þeirra er hægt að panta af fjölbreyttum matseðli og hins vegar er boðið upp á rétti af girnilegu hlaðborði. Einnig eru á hótelinu tveir barir þar sem hægt er að fá drykki og snarl en annar þeirra er staðsettur í hótelgarðinum við sundlaugina.

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og að auki ein barnalaug. Um 30 mín gangur er niður á strönd en hótelið býður upp á frítt skutl á ströndina og í miðbæinn svo það er auðvelt að komast á milli staða. Lítil verslun er á staðnum fyrir helstu nauðsynjar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða ásamt heilsulind með tyrknesku baði, heitum pottum og hægt er að bóka snyrtimeðferðir, heilsumeðferðir og nudd. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu og einnig er flottur leikvöllur í hótelgarðinum ásamt skemmtidagskrá á kvöldin, borðtennisborði og leikjaherbergi svo góð afþreying er í boði fyrir börn og fullorðna.

Starfsfólk hótelsins er til taks allan sólarhringinn og tilbúið til að aðstoða ferðamenn við hvað sem kemur upp á og eins við að skipuleggja fríið í sólinni. Það er eitthvað viðkunnanlegt við Green garden resort, eitthvað sem við þekkjum nú þegar og því er auðvelt að slaka á og njóta lífsins við sjávarsíðuna.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Strönd: 1,3 km í Amerísku ströndina og Las Vistas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun