fbpx Green Garden Resort & Suites

Green Garden Resort & Suites, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Green Garden resort hótel á Playa de las Americas er góður kostur fyrir ferðamenn, staðsett við Golf las Americas golfvöllinn.

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Green Garden resort

Á hótelinu eru 114 svítur af öllum stærðum og gerðum. Svíturnar henta fjölbreyttum hópum ferðamanna því hægt er að fá herbergi fyrir allt að 6 fullorðna. Sum herbergin eru á jarðhæð svo það hentar vel fyrir þá sem eiga erfiðara með að ganga upp stiga. Tveggja svefnherbergja svíturnar eru á tveimur hæðum. Hægt er að biðja um svítur með einkasundlaug.

Svíturnar eru bjartar og rúmgóðar, hönnunin á þeim er klassísk, veggir ljósmálaðir og veggir í svefnherbergjum brotnir upp með fallegu, nútímalegu og stílhreinu mynstri. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp og sími sem og lítið eldhús með helstu eldunaraðstöðu, örbylgjuofni og ísskáp. Viftur eru í svefnherbergjum. Út frá herbergjunum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru sturta og hárblásari. 
  
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Á öðrum þeirra er hægt að panta af fjölbreyttum matseðli og hins vegar er boðið upp á rétti af girnilegu hlaðborði. Einnig eru á hótelinu tveir barir þar sem hægt er að fá drykki og snarl en annar þeirra er staðsettur í hótelgarðinum við sundlaugina.

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og að auki ein barnalaug. Um 30 mín gangur er niður á strönd en hótelið býður upp á frítt skutl á ströndina og í miðbæinn svo það er auðvelt að komast á milli staða. Lítil verslun er á staðnum fyrir helstu nauðsynjar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða ásamt heilsulind með tyrknesku baði, heitum pottum og hægt er að bóka snyrtimeðferðir, heilsumeðferðir og nudd. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu og einnig er flottur leikvöllur í hótelgarðinum ásamt skemmtidagskrá á kvöldin, borðtennisborði og leikjaherbergi svo góð afþreying er í boði fyrir börn og fullorðna.

Starfsfólk hótelsins er til taks allan sólarhringinn og tilbúið til að aðstoða ferðamenn við hvað sem kemur upp á og eins við að skipuleggja fríið í sólinni. Það er eitthvað viðkunnanlegt við Green garden resort, eitthvað sem við þekkjum nú þegar og því er auðvelt að slaka á og njóta lífsins við sjávarsíðuna.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Strönd: 1,3 km í Amerísku ströndina og Las Vistas
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun