fbpx Guadalpín Banús, Marbella | Vita

Guadalpín Banús, Marbella
5 stars

Vefsíða hótels

Gran hotel Guadalpin Banus er stórt og vel skipulagt glæsihótel í fallega upplýstri byggingu við ströndina í Marbella. Góð staðsetning og frábær kostur fyrir ólíka hópa ferðamanna.

Á hótelinu eru 180 rúmgóð herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og fjölbreyttar svítur. Á hótelinu er gengið út frá því að þægindi og lúxus mætist þannig að bæði er hugað að tæknimálum og fallegri hönnun. Herbergin eru því vel útbúin, veggir eru alltaf ljósmálaðir og parket eða flísar á gólfum. Öll herbergin eru með loftkælingu, interneti, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, míníbar, öryggishólfi og síma. Einnig eru svalir eða verönd út frá herbergjunum. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru sturta og baðkar, hárþurrka og helstu snyrtivörur.

Á aðal veitingastað hótelsins er boðið upp á girnilegan morgunverð þar sem matreiðslumenn leika listir sínar en réttir eru þá framreiddir fyrir hvern og einn út frá séróskum. Yfir daginn er hægt að panta mat á veitingastaðnum og kvöldverður samanstendur af Miðjarðarhafsréttum og alþjóðlegum réttum sem bornir eru fram í rólegu og hlýlegu umhverfi. Einnig eru á hótelinu ítalskur staður og asískur staður. Hægt er að panta nestispakka eða láta senda mat upp á herbergið. 

Fjórir barir eru á hótelinu. Á leiðinni niður að strönd er útisetustofa þar sem fullkomið er að eyða rólegheitamorgni eða sitja og slaka á yfir sólsetrinu. Í anddyrinu er bar sem býður upp á drykki og snarl til að njóta í kósý setustofu innandyra. Á sundlaugarbarnum er hægt að kaupa létta drykki, ávaxtadrykki og snarl yfir daginn. Einnig er á hótelinu sportbar en þar er gott úrval af áfengum drykkjum, grillmatur og Miðjarðarhafsréttir. 

Hótelgarðurinn er góður, þar er góð sundlaug og nóg af sólbekkjum en svo eru aðeins nokkur skref niður á fallega ströndina þar sem einnig er frábær aðstaða til að flatmaga og sleikja sólina eða leika sér í flæðarmálinu. Á hótelinu er hægt að fara í ræktina, sánu og gufubað. Einnig er leiksvæði fyrir börnin og margt fleira hægt að finna sér til dundurs. Stundum er lifandi tónlist eða önnur skemmtiatriði flutt á hótelinu.

Í heildina má búast við að dvöl á Guadalpin Banus hótelinu verði ógleymanleg. Hótelið er fallega staðsett beint á ströndinni á Marbella og í göngufjarlægð frá höfninni, verslunarsvæðum, vatnaíþróttum og skemmtilegum viðkomustöðum í þessum heillandi bæ.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 58 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi
 • Loftkæling: og kynding

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun