Guayarmina Princess, Costa Adeje
Vefsíða hótels

Guayarmina Princess er glæsilegt 4 stjörnu hótel á Costa Adeje, um 150m frá Fanabe ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna og hefur allt sem þarf til að njóta lífsins í rólegu og þægilegu umhverfi.
Sundlaugagarðurinn er stór og rúmgóður með stórri sundlaug og sólbekkjum. Einnig er heilsulind á hótelinu þar sem boðið er uppá heita potta með nuddi, sauna og tyrkneskt bað. Einnig er í boði að bóka nudd og aðra þjónustu. Flott líkamsræktaraðstaða er á hótelinu með öllum helstu líkamsræktartækjum. Veitingastaðirnir eru þrír þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og barirnir sex talsins.
Herbergin eru allt frá standard herbergjum og upp í svítur. Þau eru í ljósum litum, smekklega innréttuð og með svölum eða verönd. Loftkæling er á herbergjum, USB tengi og te- og kaffiaðstaða. Minibar er á herbergjum þar sem hægt er að geyma kalda drykki.
Platinum herbergjunum fylgir ýmis þjónusta og aðgangur að lokuðu svæði sem einungis er fyrir Platinum gesti.
Aðstaða
- Gestamóttaka
- Skemmtidagskrá
- Bar
- Sundlaugabar
- Veitingastaður
- Þráðlaust net
Vistarverur
- Þráðlaust net
- Te- eða kaffiaðstaða
- Verönd/svalir
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Baðvörur
- Hárþurrka
- Handklæði fyrir hótelgarð
Fæði
- Hálft fæði, Allt innifalið