fbpx H10 Big Sur, Los Cristianos | Vita

H10 Big Sur, Los Cristianos
4 stars

Vefsíða hótels

H10 Big Sur er fallegt 4 stjörnu Boutique hótel alveg við stöndina í Los Cristianos. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna. 

Herbergin eru björt og rúmgóð. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, minibar og hægt er að leigja öryggishólf. Öll herbergin eru með svölum með útihúsgögnum. Hægt er að velja um standard herbergi eða herbergi með útsýni til sjávar. Frítt wi-fi er á öllu hótelinu. 

Garðurinn er fallegur og gróinn, ágætlega rúmgóður með sundlaug og sólbekkjum. Sundlaugarbar í garðinum. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu með opnu eldhúsi, einnig á la carte veitingastaður og bar. Á kvöldin er skemmtidagskrá á barnum.
Á þakinu á hótelinu er afslöppunarsvæði þar sem hægt er að liggja í sólbaði eða fá sér hressingu. Þaðan er glæsilegt útsýni til sjávar og til La Gomera. Á kvöldin eru skemmtanir á barnum á þakinu.

Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og falleg heilsulind þar sem hægt er að kaupa ýmsa þjónustu.

Fallegt hótel á góðum stað og frábært kostur fyrir pör.

Fjarlægðir

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun