fbpx H10 Las Palmeras. Fjórar stjörnur. Tenerife hótel

H10 Las Palmeras, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

H10 Las Palmeras er mjög gott hótel á besta stað á Amerísku ströndinni. Rétt við ströndina, stutt í miðbæinn og fjöldi veitingastaða og verslana í næsta nágrenni. Hægt er að velja að hafa hálft eða heilt fæði innifalið.

Í hótelinu eru 519 vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma tvo fullorðna, junior svítur sem rúma þrjá og fjölskylduherbergi fyrir allt að fimm einstaklinga. Herbergin, sem eru lítil, eru björt og stílhrein og innréttuð í hvítu í bland við dökkan við og bláa liti sem minna á hafið. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, sími og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum er á öllum herbergjum. Í fjölskylduherbergjum er örbylgjuofn, öryggishólf og ísskápur eða smábar en í önnur herbergi er hægt að fá öryggishólf og ísskápur eða smábar gegn greiðslu. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Svalir eru búnar húsgögnum. Ókeypis þráðlaus netaðgangur er í sameiginlegum rýmum.

Veitingastaðir eru fjórir. Á Garoé svigna hlaðborðin undan kræsingum og á Sakura Teppanyaki sem er hefðbundið japanskt steikhús er hægt að fylgjast með matreiðslumeisturunum í návígi. Specchio Magico býður upp á ítalska rétti af matseðli og á La Ballena er matargerðin alþjóðleg. Mike's Coffee býður upp á kaffi, kökur og þeytinga af öllum gerðum. Þar að auki eru þrír barir á hótelinu, þar sem ýmist er hægt að sækja í rólegheit eða rífandi stemningu með lifandi tónlist.

Hótelgarðurinn er gróðursæll, þar eru þrjár sundlaugar, þar af ein fyrir börnin, sólbekkir og sólhlífar. Líkamsræktaraðstaða með nýjum tækjum er á hótelinu og verslanir. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga, gjaldeyrisskipti, þvottahús og strauþjónusta.

H10 Las Palmeras er á besta stað við Amerísku ströndina með veitingastaði, verslanir og bari allt um kring. Stutt er í miðbæinn og spottakorn niður á strönd. Krakkaklúbbur er starfræktur yfir sumartímann og jól. Starfsfólk hótelsins sér um afþreyingu fyrir gesti yfir daginn, hægt er að skella sér í fótbolta, vatnspóló, skotfimi eða leikfimi, svo eitthvað sé nefnt. Stutt er í golfvelli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaust net er aðgengilegt á almenningssvæðum og er frítt
 • Herbergi: Herbergi með eða án sjávarsýn (kostar aukalega)

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun