HD Parque Cristobal, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Nýlega uppgerð og hugguleg smáhúsasamstæða á frábærum stað í hjarta Amerísku strandarinnar. 200 metra frá ströndinni með verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf allt um kring.
Í samstæðunni eru 150 smáhýsi af tveimur stærðum, 45 og 57 fermetra, öll með verönd og sólbekkjum. Þau minni eru með einu svefnherbergi og rúma þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og barn. Í þeim stærri eru tvö svefnherbergi og rúma þau allt að fimm einstaklinga.
Innréttingar á öllum smáhýsum eru smekklegar og þægilegar, í ljósum jarðarlitum og flísar eru á gólfum. Alls staðar er flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími og vel útbúinn eldhúskrókur með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, hraðsuðukatli og kaffivél auk tilheyrandi áhalda. Í öllum smá-hýsum er loftkæling. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur.
Í svokölluðum Kids Suites eru litirnir líflegri og þeim fylgja leikföng, barnastólar, pelahitari og leikjatölva.
Einnig er hægt að bóka svokölluð "Emblem" smáhýsi. Þar er öryggishólf innifalið, baðsloppar, inniskór og lúxus baðvörur. Einnig fylgja þessum smáhýsum jógamotta, þráðlaus hátalari, Nespresso vél þar sem fyllt er á kaffihylki, minibar og háhraða nettenging.
Þessi smáhýsi er bæði til eins og tveggja herbergja ásamt nokkrum Premium "villum" með einu svefnherbergi og fjölskyldu "villum" með tveimur svefnherbergjum. Þessum "villum" fylgir einkagarður með nuddpotti, tvíbreiður sólbekkur og útihúsgögn.
Þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þar er einnig hlaðborð í hádegi og á kvöldin. Þemað í matargerðinni er mismunandi eftir kvöldum. Snarl, kaffi og kökur fást þar yfir daginn. Sundlaugarbarinn býður upp á svalandi drykki allan daginn og við hlið hans er tapasbar með úrvali smárétta. Á kokteilbarnum fæst að sjálfsögðu úrval ljúffengra kokteila.
Hótelgarðurinn er gróinn og þar eru fjórar sundlaugar, tvær ætlaðar fullorðnum, við aðra er nuddpottur, og tvær litlar barnalaugar. Einnig er leiksvæði fyrir börn. Sólbaðsaðstaðan er góð með bekkjum og sólhlífum. Krakkaklúbbur er starfræktur og starfsfólk sér um afþreyingu fyrir börn jafnt sem fullorðna frá morgni og fram á kvöld.
Líkamsræktaraðstaðan er lítil en ágæt. Hægt er að panta nudd, bæði inni og undir beru lofti, vaxmeðferðir og hársnyrtingu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er töskugeymsla, bíla- og hjólaleiga og sjálfsafgreiðsluþvottahús með þvottavélum og þurrkurum.
HD Parque Cristobal er á frábærum stað í hjarta Amerísku strandarinnar. Verslanir, veitinga- og skemmtistaðir eru í götunum í kring og einungis 200 metrar á ströndina þar sem nóg er um vatnasport og aðra afþreyingu. Siam Park vatnagarðurinn er í 10 mínútna fjarlægð og stutt er í næsta golfvöll.
Ath: Óheimilt er að fá til sín gesti í hótelgarðinn á Parque Cristobal nema með því að kaupa dagpassa fyrir þá hjá gestamóttöku hótelsins.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 19 km
- Frá miðbæ: Í hjarta Amerísku strandarinnar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Frá strönd: 200 m í strönd
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind: Hægt að panta nudd, bæði inni og undir beru lofti, vaxmeðferðir og hársnyrtingu.
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Íbúðir: Smáhýsi
- Ísskápur
- Kaffivél
- Loftkæling: Í premium - hýsum
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði, Morgunmatur, Án fæðis