fbpx Helios apartments, Agia Apostoli | Vita

Helios apartments, Agia Apostoli
3 stars

Vefsíða hótels

Helios apartments er lágreist og heillandi íbúðahótel sem er staðsett á yndislegum stað í úthverfi Chania. Gylltar og fallegar sandstrendur, blár hafflöturinn, frábært veðurfar og fallegt landslag umlykur.

Hótelið samanstendur af 27 íbúðum sem skiptast í eins til tveggja herbergja íbúðir og stúdíóíbúðir. Íbúðirnar eru bjartar, snyrtilegar og rúmgóðar með hvítmáluðum veggjum og flísum á gólfum. Húsgögn eru klassísk og innréttingarnar eru í ljósum við. Í öllum íbúðum er nettenging, sjónvarp, lítið eldhús með ísskáp og öllu því helsta sem þarf til léttrar matargerðar og setustofa. Loftkælingu og öryggishólf er hægt að fá gegn aukagjaldi. Í sumum herbergjum eru svalir með útihúsgögnum. Á baðherbergjum eru baðkar eða sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.

Í hótelgarðinum er snarlbar þar sem hægt er að fá sér svalandi drykki til að kæla sig niður í sólinni, ís, kaffi og létta rétti. Herbergisþjónusta er í boði á hótelinu og einnig eru góðir veitingastaðir, kaffihús, búðir og barir í nágrenni við hótelið svo hér ætti enginn að vera svangur. Í hótelgarðinum er góð sundlaug og önnur minni, barnalaug. Þar er aðstaða til sólbaðsiðkunar og hægt að fá sólstóla og sólhlífar. Umhverfið er fallegt og gróið. Inni á hótelinu er gestamóttaka þar sem starfsfólk er alltaf tilbúið til að aðstoða gesti við að gera fríið ógleymanlegt. 

Hótelið er fullkomið fyrir alla sem vilja slaka á og endurnæra sig á daginn en á sama tíma geta komist í líflega skemmtanamenningu á kvöldin. Í næsta nágrenni við hótelið er garður þar sem er mikið af furutrjám og tröllatrjám (e. eucalyptus). Miðbær Chania og gamli bærinn sem er vel varðveittur eru aðeins í stuttri fjarlægð en þar er fallegt hafnarsvæði og viti sem gaman er að skoða. Frí bílastæði eru við hótelið svo hér er um að gera að leigja sér bíl og skoða sig um á eyjunni.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 24 km
 • Strönd: 250 m á Glaros strönd
 • Veitingastaðir: Herbergisþjónusta og veitingastaðir allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og kynding

Fæði

 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun