fbpx HL Suitehotel, Playa del Inglés | Vita

HL Suitehotel, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á HL Suitehotel :

 • Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

HL Suitehotel er glæsilegt hótel, frábærlega staðsett í hjarta Ensku strandarinnar, aðeins 200 metra frá sjónum. Aðeins ætlað 18 ára og eldri. Verslanir og veitingastaðir í götunum í kring og korters gangur í Yumbo-verslunarmiðstöðina.

Í hótelinu eru 260 rúmgóð og björt herbergi og svítur sem ætluð eru einum eða tveimur fullorðnum. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, í ljósum við og dempuðum litum. Öll nútímaþægindi eru að sjálfsögðu til staðar, stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar og aðstaða til að laga te og kaffi. Öryggishólf er gegn gjaldi en þráðlaus nettenging er að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur.

Í veitingasal er boðið upp á kalda og heita rétti af og hægt er að fylgjast með kokkunum laða fram það besta úr fersku hráefni úr nærsveitum. Setustofubar er opinn allan daginn og við sundlaugina er einnig snarl- og drykkjabar. Á þakveröndinni er bar með frábæru útsýni, nuddpottar og sólbaðsaðstaða með sérsvæði fyrir þá sem kjósa að njóta sólarinnar naktir.

Tvær sundlaugar eru við hótelið, önnur upphituð. Allt um kring er sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Skemmtidagskrá með lifandi tónlist er í boði flest kvöld vikunnar.
Líkamsræktaraðstaðan er á efstu hæð og ekki ónýtt að gleyma sér yfir útsýninu á meðan haldið er í formið á hlaupabrettinu. Svo er bara að njóta þess að slaka á í innisundlauginni, gufubaði eða nuddi í heilsulindinni og láta stjana við sig í einhverri af þeim fjölmörgu snyrti- og nuddmeðferðum sem í boði eru.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Flott hótel, aðeins 200 metra frá strönd, þar sem hægt er að leggjast í sandinn eða stunda vatnasport af ýmsu tagi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Strönd: við ensku ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun