fbpx Hotel Gala, playa de las Americas | Vita

Hotel Gala, playa de las Americas
4 stars

Vefsíða hótels

Hotel Gala Alexandre er vinsælt hótel í Alexandre hótelkeðjunni. Það er á frábærum stað á amerísku ströndinni, aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá sjónum og göngugötunni.  

Á hótelinu eru 308 herbergi sem skiptast í eins til þriggja manna herbergi. Herbergin eru hlýleg og nýtískulega innréttuð. Veggirnir eru málaðir í ljósum litum, á gólfunum er parket og húsgögn eru úr dökkum viði. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, skrifborð, öryggishólf og míníbar. Hverju herbergi fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru baðker og sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Club Alexander herbergin eru með betra útsýni og þjónustu. Hægt er að skoða nánar um herbergin á vefsíðu hótelsins hér. 

Á hótelinu er hægt að njóta bragðgóðra veitinga frá svæðinu en hótelið stærir sig af því að vera best í matargerð Kanaríeyja og lofar góðri upplifun. Einnig er boðið upp á „Show Cooking“ eða „sýningareldamennsku“. Á hótelinu er glæsilegt morgunverðarhlaðborð en á Kalahari veitingastaðnum er einnig boðið upp á ljúffengan hádegismat og kvöldmat. Einnig er góður vínkjallari á hótelinu með skemmtilegt úrval af vínum. Góð verönd er á þaki hótelsins þar sem hægt er að slaka á og njóta útsýnis til sjávar.

Hótelgarðurinn er stór og í kringum sundlaugina er nóg af sólbekkjum, sólhlífum og þar er einnig sundlaugarbar. Hluti af hótelgarðinum er leiksvæði þar sem þörfum yngstu kynslóðarinnar er mætt í öruggu umhverfi. Þar er vaðlaug, hægt að leika sér á ýmsan hátt, uppgötva og læra eitthvað nýtt eða horfa á bíómynd. Einnig er krakkaklúbbur á hótelinu og fjölskylduskemmtanir á kvöldin. 

Á hótelinu er vel búinn líkamsræktarsalur með brennslu- og lyftingartækjum. Einnig er heilsulind á hótelinu þar sem dásamlegt er að aftengja sig frá hversdagslífinu og slaka á. Hægt er að panta sér fjölmargar meðferðir eða prófa sánu, gufubað, tyrkneskt bað, nuddpott, fótabað, kaldar og heitar sturtur eða annað sem er í boði.

Hotel Gala Alexandre er góður valkostur á Tenerife. Starfsfólk er vingjarnlegt og þjónusta er góð þar sem í hvívetna er leitast við að mæta ólíkum þörfum allra gesta.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 17 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
 • Strönd: Nokkrir metrar á strönd. Playa de Troya, 250 m t.d.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun