Hotel Londres Cascais
Vefsíða hótels
![3 stars](/sites/vita.is/themes/vita_theme/images/stars.png)
Hotel Londres Cascais er 3 stjörnu hótel á rólegum stað í um 400 m fjarlægð frá Tamariz ströndinni. Miðbær Cascais er í um 15 mínútna göngufjarlægð. Á hótelinu er veitingastaður - Sal & Pimenta - sem býður upp á morgunverð af hlaðborði og þaðan er útsýni yfir sundlaugina. Einnig er "á la carte" veitingastaður sem er opinn öllum. Barinn heitir Varanda og þar er hægt er að fá drykki og snarl. Gestamóttakan er opinn allan sólarhringinn. Sundlaugagarðurinn er rúmgóður með sundlaug og sólbekkjum. Einnig er lítið leiksvæði fyrir börn. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið.
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og hægt er að velja á milli standard herbergja, með sundlaugarsýn og junior svítur. Herbergin eru flest með svölum en sum ekki. Þau eru með sjónvarpi, minibar og loftkælingu. Baðherbergi eru með hárþurrku og baðvörur.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Gestamóttaka
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Baðvörur
Fæði
- Morgunmatur