fbpx Hotel Saalbacher Hof, Saalbach | Vita

Hotel Saalbacher Hof, Saalbach
4 stars

Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel staðsett á frábærum stað í miðbæ Saalbach og aðeins steinsnar frá skíðalyftum.  Eða hinn fullkomni skíðabær fyrir þá sem vilja þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm. 

Á hótel Saalbacherhof Hof er frábær aðstaða eins og móttaka opin allan sólarhringinn, setustofa, barir, veitingastaðir og margt fleira. Þarna er falleg heilsulind sem hefur að geyma líkamsrækt, sundlaug, gufuböð svo eitthvað sé nefnt.  Mikið af viðburðum er haldið á hótelinu og í næsta nágrenni og oft lifandi tónlist þar á kvöldin. Morgunmatur er innifalinn og er hann reiddur fram af hlaðborði.

Herbergin eru mörg og fjölbreytileg, þau eru öll með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, minibar, te-eða kaffiaðstöðu og þráðlausu interneti. Baðherbergin eru fullbúin með hárþurrku, baðsloppi og inniskóm. Sum eru með baðkörum og önnur með sturtu.

Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir með fullt af börum þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.

Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. 

Ferðamannaskatturinn í Austurríki er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.

Fjarlægðir

  • Frá miðbæ: Rétt hjá
  • Frá skíðalyftu: Rétt hjá
  • Frá flugvelli: Salzburg flugvöllur: 87 km.
  • Frá flugvelli: Innsbruck flugvöllur: 158 km.
  • Frá flugvelli: Munchen flugvöllur: 214 km.

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Sundlaug
  • Heilsulind
  • Gufubað
  • Líkamsrækt
  • Upphituð skíðageymsla

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Minibar
  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Hárþurrka
  • Baðsloppar
  • Baðvörur
  • Herbergi

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun